fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025

Þær kusu dauðann

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 3. september 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrirfóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu.

Sjálfsmorð, slys eða morð?

Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt deyfilyfja. Ýmsir telja að Monroe hafi verið myrt vegna vinskapar síns við John og Robert Kennedy en hvað sem öllum samsæriskenningum líður þá hefur alls ekkert sannast í þeim efnum. Þeir sem hafa rannsakað málið hvað mest og af yfirvegun segja kenningar um morð vera hina mestu fjarstæðu..

Fórnarlamb FBI

Leikkonan Jean Seberg lék í fyrstu kvikmynd sinni árið 1957 og var þar í hlutverki Jóhönnu af Örk. Hlutverkunum fjölgaði og frægðin lét ekki á sér standa. Seberg var vinstri sinnuð og komst á skrá hjá FBI sem lak þeirri fölsku frétt í fjölmiðla að blökkumaður í samtökunum Svörtu pardusunum væri faðir barns sem hún bar undir belti en ekki eiginmaður hennar, rithöfundurinn Romain Gary. Fréttin komst í heimspressuna og varð til þess að leikkonan reyndi að fyrirfara sér. Í kjölfarið missti hún fóstur. Árið 1979 hvarf Seberg og lík hennar fannst tólf dögum síðar í bíl hennar. Hún hafði tekið töflur. Meðal þeirra sem mættu í útför hennar voru Jean Paul Sartre og Simone Beauvoir. Fyrrverandi eiginmaður Seberg, Romain Gary, fyrirfór sér ári eftir lát hennar. Hann hafði ætíð haldið því fram að ófrægingarherferð FBI gegn leikkonunni hefði bugað hana andlega.

Óbærileg ástarsorg

Carole Landis var 29 ára gömul þegar hún svipti sig lífi árið 1948 og hafði þá leikið í 50 kvikmyndum. Hún átti að baki fjögur misheppnuð hjónabönd og hafði átt í ástarsambandi við leikarann Rex Harrison sem var kvæntur leikkonunni Lili Palmer. Harrison vildi ekki skilja við eiginkonu sína vegna Landis en borðaði með henni síðasta kvöldið sem hún lifði. Landis lést af völdum banvænnar blöndu áfengis og róandi lyfja. Harrison var kennt um dauða hennar. Hann mætti í jarðarförina ásamt eiginkonu sinni. Landis var ekki eina konan sem svipti sig lífi vegna ástar á Rex Harrison. Árið 1980 framdi leikkonan Rachel Roberts sjálfsmorð. Hún var fjórða eiginkona Harrison og var niðurbrotin eftir skilnað þeirra.

Líf í skugga þunglyndis

Franska leikkonan Capucine lék í fjölda mynda á ferlinum, þar á meðal í Bleika pardusnum árið 1963, What’s New Pussicat og Satyricon Fellinis. Leikkonan þjáðist af þunglyndi og reyndi nokkrum sinnum að fyrirfara sér. Vinkona hennar Audrey Hepburn reyndist henni afar vel á erfiðum tímum. Capucine var gift í stuttan tíma á yngri árum en giftist ekki aftur. Hún var 62 ára gömul þegar hún kastaði sér út um glugga á áttundu hæð á heimili sínu í Sviss.

Barnshafandi stjarna

Litríkt einkalíf leikkonunnar Lupe Velez var stöðugt umfjöllunarefni fjölmiðla á sínum tíma. Þessi skapríka leikkona átti í ástarsamböndum við Charlie Chaplin, Clark Gable, Gary Cooper, boxarann Jack Dempsey og rithöfundinn Erich Maria Remarque og var um tíma gift leikaranum Johnny Weissmuller sem er frægasti Tarzan allra tíma. Leikkonan framdi sjálfsmorð árið 1944 en ýmislegt er á huldu um atburðarásina. Að sögn var leikkonan, sem var ógift, barnshafandi og í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna þess. Einhverjir telja að hún hafi ekki treyst sér til að fæða óskilgetið barn en aðrir segja að hún hafi síðasta árið þjáðst af geðsjúkdómi sem hafi tekið öll völd. Marilyn Monroe sagði eitt sinn að draumur sinn hefði verið að verða alveg eins og Lupe Velez.

Birtist fyrst í DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enn ein U-beygjan í hinu stormasama sambandi – Hætti við að fljúga til eiginmannsins og ástæðurnar eru þessar

Enn ein U-beygjan í hinu stormasama sambandi – Hætti við að fljúga til eiginmannsins og ástæðurnar eru þessar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjar myndir sýna alvarlegan vanda Pútíns – „Þetta eru einfaldlega hörmulegar tölur“

Nýjar myndir sýna alvarlegan vanda Pútíns – „Þetta eru einfaldlega hörmulegar tölur“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.