Einkalíf ríka og fræga fólksins er oft flókið og framhjáhald er ekki óalgengt. Hér er sagt frá frægum einstaklingum sem héldu framhjá maka sínum með barnfóstrunni, í sumum tilvikum með þeim afleiðingum að úr varð hjónaskilnaður eða sambandsslit.
Söngvarinn Rossdale hélt framhjá söngkonunni frægu í þrjú ár með barnfóstru þeirra hjóna sem gætti þriggja sona þeirra. Þegar upp komst um svikin skildi Stefani við eiginmanninn og fann skömmu síðar ástina með samstarfsmanni sínum í The Voice, Blake Shelton sem þá var nýskilinn við sína konu. Stefani og Shelton eru mikið eftirlæti slúðurblaða og virðast afar ástfangin.
Robin Williams hélt framhjá fyrstu eiginkonu sinni með barnfóstru þeirra, Mörshu Garces, sem hann síðar kvæntist. Þau eignuðust tvö börn saman en skildu árið 2010.
Leikarinn, sem er gallagripur, er sagður hafa átt í ástarsambandi við barnfóstru þeirra hjóna og er það sögð ein ástæða skilnaðar hans og Garner. Hann hefur neitað því að eiga í sambandi við barnfóstruna en fjölmargar myndir hafa birst af þeim saman.
Sagt er að leikarinn Ethan Hawke hafi haldið framhjá eiginkonu sinni, leikonunni Umu Thurman, með barnfóstrunni Ryan Shawhughes árið 2004. Leikarinn hefur neitað þessu en hann kvæntist barnfóstrunni fyrrverandi árið 2008 og þau eru enn gift.
Leikarinn og leikkonan opinberuðu trúlofun sína á jóladag árið 2004. Árið 2005 komust fjölmiðlar á snoðir um að leikarinn hefði sofið hjá barnfóstru þriggja barna sinna. Law bað unnustu sína opinberlega afsökunar. Nokkru seinna sleit Miller trúlofuninni. Parið tók þó upp samband að nýju sem entist í rúmt ár…
Í ævisögu Mick Jagger er því haldið fram að hann hafi átt í ástarsambandi við barnfóstru barna sinna á sama tíma og hann bjó með fyrirsætunni Jerry Hall. Jagger hefur í gegnum tíðina verið óbilandi kvennamaður og hin fjölmörgu víxlspor hans reyndu mjög á Jerry Hall á þeim tveimur áratugum sem hún bjó með honum. Saman eiga þau Jagger fjögur börn en hún yfirgaf hann að lokum vegna ótryggðar hans. Hall er 59 ára og nýgift Rupert Murdoch sem er 85 ára gamall.
-Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist fyrst í DV