fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Er rangt að stunda kynlíf á meðan börnin eru sofandi í sama herbergi?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur spunnist á spjallborði vefsíðunnar Netmums, eða Netmæður, um kosti og galla þess að foreldrar stundi kynlíf meðan börnin eru sofandi í sama herbergi. Sitt sýnist hverjum um þetta og er óhætt að segja að mæður skiptist í tvær fylkingar.

Færslan sem kom öllu af stað

Færslan sem kom umræðunni af stað snerist um foreldra tveggja barna, 10 og 8 ára, sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfa að deila herbergi með börnum sínum í nokkra mánuði. Konan sem skrifar færsluna segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar vinkona hennar, sum sé móðir þessara 8 og 10 ára barna, tjáði henni að hún og eiginmaður hennar stunduðu kynlíf inni í svefnherberginu meðan börnin eru sofandi.

„Það er stofa í íbúðinni svo ég skil ekki hvers vegna þau stunda ekki kynlíf þar. Vinkonu minni finnst þetta í lagi – þau fullvissa sig um að börnin séu sofandi en ég veit ekki hvernig þau geta verið viss um að þau vakni ekki í miðjum klíðum. Mér hefur liðið óþægilega síðan hún sagði mér þetta, sérstaklega vegna aldurs barnanna. Mig langar að segja eitthvað en ég vil ekki sýna dómhörku. Er þetta eðlilegt hjá þeim, í ljósi aðstæðna, eða ætti ég að segja eitthvað?,“ spyr móðirin á spjallborðinu.

Eðlilegt eða óeðlilegt?

Fjölmargir hafa blandað sér í umræðuna og virðast meðlimir spjallborðsins skiptast í tvær fylkingar. „Bæði börnin eru of gömul. Ef annað þessara barna myndi komast að þessu og segja kennaranum sínum frá myndu félagsmálayfirvöld væntanlega banka á dyrnar,“ segir einn meðlimur spjallborðsins á meðan annar bætir við að þau geti vel stundað kynlíf í stofunni. „Þetta jaðrar við misnotkun og félagsmálayfirvöld yrðu ekki ánægð,“ segir annar. Fleiri hundruð athugasemdir hafa borist.

Sem fyrr segir eru ekki allir jafn dómharðir. „Ég á fimm ára dóttir og hún deildi herbergi með mér og fyrrverandi manninum mínum þar til hún varð tveggja ára. Ég get ekki séð að það sé eitthvað rangt við þetta. Foreldrar mínir – og ég – bjuggu í íbúð með einu svefnherbergi í mörg ár. Ég tók aldrei eftir neinu. Það að kalla þetta misnotkun er allt of langt gengið.“

Barnasálfræðingur gefur sitt álit

Vefútgáfa breska blaðsins Daily Mail, Mail Online, fékk álit Emmu Kenny, barnasálfræðings, á viðfangsefninu. Hún hefur þetta um málið að segja:

„Ég held að það sé ekki óalgengt að foreldrar ungra barna stundi kynlíf meðan börnin eru sofandi í sama herbergi. Þegar kemur að eldri börnum þurfa foreldrarnir að leggja mat á það hvort börnin séu sofandi og hvort hætta sé á að þau vakni. Það er ekkert að því að stunda kynlíf, það er mikilvægt til að viðhalda nánum tengslum í samböndum. Börn læra það að foreldrarnir elska hvort annað og ég held að við ættum að ala börnin okkar þannig upp að þau viti að náin kynni séu eðlilegur hlutur í samböndum fullorðinna einstaklinga. Hafandi sagt þetta þá er mikilvægt að koma börnunum ekki í uppnám.
En tel ég rétt að ala á neikvæðni og gagnrýni í garð foreldranna sem um ræðir í umræddri færslu? Nei, þetta virðast vera góðir foreldrar sem eru að reyna að gera það besta úr erfiðum aðstæðum. Þau eru ekki með ráðum að valda börnunum sínum einhverjum skaða. Ég hef unnið með fórnarlömbum misnotkunar og ég held að fólk ætti að fara varlega í slíkar ásakanir.“

Maeve Begley uppeldisfræðingur segir að það sem skipti mestu máli í þessu samhengi sé aldur barnanna og hvort farið sé hljóðlega. „Ég er talskona þess að halda í neistann. Flestir foreldrar telja þetta eflaust vera í lagi en ég held að foreldrar þurfi að endurskoða þá afstöðu sína þegar börnin fara að eldast, til dæmis þegar þau eru farin að geta staðið upp í rúminu sínu,“ segir Maeve.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Jákvæðar fréttir fyrir Arteta – Odegaard sást á æfingu í dag

Jákvæðar fréttir fyrir Arteta – Odegaard sást á æfingu í dag
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Alonso vildi ekki fara djúpt ofan í það af hverju hann hafnaði Liverpool í sumar

Alonso vildi ekki fara djúpt ofan í það af hverju hann hafnaði Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag vildi ekki sjá það að kaupa hann í sumar – Mætti svo of feitur til æfinga

Ten Hag vildi ekki sjá það að kaupa hann í sumar – Mætti svo of feitur til æfinga
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ný negla frá Sveindísi Jane
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkonan sagðist vera búin að fyrirgefa honum – Svo var ekki og leynileg hefnd hennar tók mánuði

Eiginkonan sagðist vera búin að fyrirgefa honum – Svo var ekki og leynileg hefnd hennar tók mánuði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.