fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025

Þess vegna er iPadinn helsta ógnin sem steðjar að börnunum okkar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar litla stúlkan benti á sælgætið í búðarhillunni sagði mamman að nammiát væri slæmt fyrir tennurnar. Dóttirin, sem var varla mikið eldri en tveggja ára, gerði það sem mörg börn gera svo oft. Hún tók illskukast. Það sem gerðist næst skelfdi mig. Skömmustuleg mamman dró iPad upp úr töskunni og lét dóttur sína hafa. Þar með var friður kominn á.“

Áhyggjuefni

Á þessum orðum hefst grein breska sálfræðingsins Sue Palmer sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni, sem birt er á vef Mail Online gerir hún tölvunotkun ungra barna að umtalsefni. Til að gera langa sögu stutta hefur hún áhyggjur af þróun mála og segir að ung börn séu orðin of háð tölvuskjáum. Hún rökstyður það í ítarlegu máli en hér er stiklað á stóru.

Friðarstillir

Sue segir að atvikið sem hún vitnar til í byrjun greinarinnar hafi gerst fyrir um þremur árum. Það hafi verið í fyrsta, en langt því frá síðasta, skipti sem hún sá spjaldtölvu notaða sem einskonar friðarstillir. Síðan þá hafi hún oft orðið vitni að þessu. Spjaldtölvunotkunin sé þó ekki bara bundin við börn heldur alla, unglinga og fullorðna líka.

Sue skrifaði bókina Toxic Childhood fyrir tíu árum sem vakti þó nokkra athygli. Þar benti hún á þau áhrif, líkamleg og andleg, sem mikil tölvunotkun getur haft á ung börn. Á þeim tíma var Facebook að ryðja sér til rúms. Hún segir að þróunin á undanförnum árum hafi komið henni á óvart, á slæman hátt. Fleiri börn noti tölvur en hana hafði grunað. Bendir hún á að börn eyða að meðaltali fimm til sex klukkustundum á dag horfandi á sjónvarp eða tölvuskjá. Stundum horfi þau á tvo skjái í einu, sjónvarp og svo iPad. Hún segir að aukin ávísun lyfja við athyglisbrest og ofvirkni, lyfja eins og Rítalíns, megi að einhverju leyti rekja til þessarar þróunar. Ávísunum slíkra lyfja hafi fjölgað fjórfalt á aðeins áratug.

Fara að sofa með iPad uppi í rúmi

„Svo hefur verið sýnt fram á tengsl of mikillar tölvunotkunar við offitu, svefntruflanir, árásargjarna hegðun, lélega samskiptahæfileika, þunglyndi og lélegan árangur í skóla,“ segir hún og bætir við að nýleg rannsókn sýni að tíu prósent barna undir fjögurra ára fari að sofa með iPad uppi í rúmi. Svipað, ef ekki hærra, hlutfall eigi sinn eigin iPad.

Sue segir að of mikil tölvunotkun geti haft áhrif á börn á ýmsan hátt. Þau geta þróað með sér verri samskiptahæfileika og bendir hún að mörg börn læri aldrei hvað það er að vera mennskur. „Þau læra ekki lengur frá fyrstu hendi hvað það er að vera mennskur, þau eru ólíklegri til að eignast vini og blanda geði við jafnaldra sína,“ segir hún og bætir við að börn þurfi á því að halda að leika við önnur börn og læra inn á hegðun annarra. „Einn sálfræðingur sagði mér að það væri jafn mikilvægt og að borða og að sofa. Ef þau svæði í heilanum sem sjá um félagsleg tengsl eru vanrækt í barnæsku þá getur verið erfitt að snúa þróuninni við. Við gætum verið að ala upp heila kynslóð sem hefur ekki burði eða getu til að eiga eðlileg félagsleg samskipti eða hugmyndaflug í að skemmta sér og njóta vináttu hvors annars. Leikir barna hafa áhrif á frumkvæði þeirra, getu þeirra til að leysa úr vandamálum svo lengi mætti telja, “ segir hún og bætir við líkamlegi þátturinn sé ekki síður mikilvægur.

Rök sem halda ekki vatni

Sue bendir á að það sé ekki að ástæðulausu sem bandarísku barnalæknasamtökin hafa mælt með því að börn undir tveggja ára aldri fái aldrei aðgang að spjaldtölvu, snjallsíma eða hefðbundnum tölvuskjá. Börn tveggja ára og eldri fái ekki að vera lengur en tvo tíma í tölvum. „Þetta er ekki bara vegna þess að sýnt hefur verið fram á tengsl milli áhorfstíma og athyglisraskana heldur líka vegna þess að of mikið áhorf hefur neikvæð áhrif á svo marga aðra andlega og líkamlega þætti.“

Sue endar grein sína á þeim orðum að tölvur geti verið til margra hluta nytsamlegir. Þau rök að börnin þurfi að kynnast tækninni því þannig sé þróunin haldi ekki vatni. Það sé hreinlega engin þörf á því að láta lítil og jafnvel ómálga börn hafa tölvur. „Nútímatækni þróast á ógnarhraða og hver sú tækni sem börn kynnast verður að öllum líkindum orðin úrelt þegar þau ná fullorðinsaldri. En sjálfstraust, skapandi hugsun og hæfileikar til jákvæðra samskipta munu gagnast þeim það sem eftir er.“

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lánaður til nýliðanna

Lánaður til nýliðanna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.