fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Þær hurfu hver af annarri – Blóðug saga blaðamannsins sem flutti fréttir af eigin morðum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. mars 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega tvo áratugi skrifaði blaðamaðurinn Vlado Taneski daglegar greinar í bæjarblaðið í heimabæ sínum, Kicevo í Makedóníu. Skrif hans hefðu seint flokkast sem tímamótafréttir enda fátt við að vera í bænum. Taneski skrifaði um opnun skóla og kosningu bæjarfulltrúa áður en hann hélt heim á leið til leið til eiginkonu sinnar, Vesnu, sem hann hafði verið kvæntur í 30 ár. Hjónin voru vel liðin og virt í bænum, Vesna hafði verið fyrst kvenna til að starfa sem lögmaður í bænum og sonum þeirra tveimur farnaðist vel í lífinu.

Hvert orð lesið

En í nóvember 2004 varð viðsnúningur þegar hin 64 ára gamla Mitra Siljanoska hvarf sporlaust úr íbúð sinni. Tveimur mánuðum síðar fannst nakið og bundið lík hennar vafið í plast rétt utan við bæinn. Henni hafði verið nauðgað, hún pyntuð og að lokum kyrkt. Hún hafði aftur á móti aðeins verið látin í tvær vikur.

Tenesky á yngri árum.

Taneski skrifaði ítarlegar fréttaskýringar um málið í náinni samvinnu við lögreglu og bæjaryfirvöld sem hrósuðu honum í hástert fyrir vönduð vinnubrögð. Var haft á orði hversu gott væri að vinna með þessum rólynda fjölmiðlamanni sem lagði sig í líma við að flytja fréttir af nákvæmni.  Bæjarbúar lásu hvert orð sem Taneski skrifaði, enda var svo hrottalegt morð nýlunda í innan við þrjátíu þúsund manna bæ. Aftur á móti tókst lögreglu ekki að hafa hendur í hári morðingjans.

Sérfræðingur í morðmálum

Í nóvember 2007 hvarf aftur 56 ára gömul kona, Ljubica Licoska. Hún fór að kaupa í matinn og kom aldrei aftur heim. Í febrúar 2008 fannst lík hennar og var ljóst að hún hafði hlotið sömu skelfilegu örlög og Mitra Siljanoska. Licoska hafði aðeins verið látin í örfáa daga. Taneski skrifaði að sjálfsögðu nákvæmar fréttir af málinu, enda talinn vera orðinn hálfgerður sérfræðingur í morðmálum bæjarins. Lesturinn rauk upp úr öllu valdi og Taneski baðaði sig í frægðinni sem fylgdi því að vera stjörnublaðamaður. Lögreglu gekk aftur á móti ekki eins vel og hvorki gekk né rak í að finna morðingjann né hvar konurnar hefðu verið á milli þess sem þær hurfu og lík þeirra fundust. 

Bæjarbúar voru varla búnir að jafna sig eftir morðið á Licoska þegar að hin 65 ára gamla Zivana Temelkoska hvarf í maí 2008. Hún hafði fengið símtal um að sonur hennar lægi á spítala og fór tafarlaust út að vitja hans. Hún sást aldrei aftur á lífi. Þegar Temelkoska fannst viku síðar vissu yfirvöld fyrir víst að það væri væri fjöldamorðingi á meðal bæjarbúa.

Blóðugri og ítarlegri

Taneski skrifaði sem aldrei fyrr um morðin og urðu greinar hans sífellt blóðugri. Og ítarlegri. Grunsamlega ítarlegar að mati lögreglu sem fór að setja spurningar við alls kyns smáatriði sem Taneski flutti fregnir af. Lögregla hafði nefnilega þagað yfir ýmsu varðandi líkfundina en smám saman fóru sífellt nákvæmari lýsingar að birtast á síðum bæjarblaðsins, allar skrifaðar af Taneski. Yfirvöld veltu fyrir sér hvort að þorsti vinar þeirra og samstarfsfélaga Taneski í athyglina væri slíkur að hann væri reiðubúinn að hylja yfir með morðingja?  Eða hafði hann jafnvel gengið lengra?

Þegar Taneski skrifaði frétt um að Temelkoska hefði verið kyrkt með símasnúru var ljóst að yfirheyra þyrfti hann umsvifalaust. Lögregla hafði hafði jú sagt almenningi og blaðamönnum að konurnar hefðu verið kyrktar.

En ekki með hverju.  

Glósur í smáatriðum

Lögregla fékk húsleitarheimildir og fann gríðarlegt magn af ofbeldisfullu klámefni í sumarhúsi Taneski. Þar var einnig að finna glósur sem lýstu morðunum í smáatriðum og hafði Taneski skrifað greinar sínar upp úr  þeim. Talið var ljóst að konunum hefði verið haldið föngnum í sumarhúsinu. Sæði hafði fundist á konunum og sýndi DNA rannsókn afdráttarlaust fram á að um Taneski væri að ræða.

Símasnúran kom endanlegu upp um hrottaverk Taneski.

Allar höfðu konurnar verið fátækar hreingerningarkonur, sláandi líkar móður Taneski í útliti. Móðir hans hafði einnig verið hreingerningarkona og sennilegast má telja að Taneski hafi þekkt konurnar í gegnum hana og hafi þær því treyst honum. Talið er líklegt að Taneski beri einnig ábyrgð á hvarfi 78 ára gamalli konu árið 2003 en lík hennar hefur aldrei fundist. 

Handtaka Taneski kom sem köld tuska í andlit konu hans sem sagði hann aldrei hafa skipt skapi í ríflega þriggja áratuga hjónabandi þeirra, hvað þá sýnt tilburði til ofbeldis. Sömu sögu var að segja af öllum vinum og samstarfsfélögum rólega og vinalega blaðamannsins sem myrti á næturnar og skrifað um morðin á daginn. 

Vlado Taneski drekkti sér í vatnsfötu í fangelsisklefa sínum þremur dögum eftir handtökuna. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu