Hljómsveitin var stofnuð í bresku borginni West Bromwich, í nálægt við Birmingham, árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Mestri frægð náði hljómsveitin undir lok áttunda áratugsins og fram á þann níunda. Þá gaf hún út goðsagnakenndar plötur á borð við „British Steel“ og „Screaming for Vengeance.“
Árið 1990 sló hljómsveitin aftur rækilega í gegn með plötunni „Painkiller“ og samnefnt lag er talið með þeim áhrifameiri í þungarokkssögunni.
Aðeins einn meðlimur er eftir af upprunalegu hljómsveitinni, bassaleikarinn Ian Hill og tveir þekktustu liðsmenn hennar, söngvarinn Rob Halford og gítarleikarinn Glenn Tipton sem báðir gengu til liðs við sveitina í upphafi áttunda áratugarins. Tipton myndaði þá áhrifamikið gítardúó með K.K. Downing sem lagði gítarnöglina á hilluna árið 2013.
Árið 1998 braut Halford blað þegar hann kom út úr skápnum. Samkynhneigð hafði þá ávallt verið tabú í karllægum heimi þungarokksins.
Miðasala fyrir tónleikana hefst mánudaginn 24. september næstkomandi hjá tix.is.