fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Rokkkór Íslands mun syngja risasmell með Foreigner á föstudag

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkkór Íslands mun syngja með hljómsveitinni Foreigner á tónleikunum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. maí, í laginu „I Want to Know What Love Is“ sem hin bresk-bandaríska hljómsveit gerði heimsþekkt árið 1984.

 

Matthías Baldursson, eða Matti sax eins og hann er kallaður, stofnaði Rokkkórinn fyrir þremur árum síðan. Hann segir:

„Kórinn var stofnaður fyrir poppraddir eða svokallaðar brjóstraddir, á meðan allir hefðbundnir kórar nota höfuðtónaraddir. Við syngjum því meira eins og poppsöngvarar sem syngja saman og þetta passar vel fyrir rokktónleika sem þessa.“

Í kórnum eru um þrjátíu manns, og nokkuð jöfn kynjaskipting. Rokkkórinn tók meðal annars þátt í keppninni Kórar Íslands sem sýnd var á Stöð 2.

Er þetta ekki ein stærsta stundin hjá ykkur?

„Jú, ég myndi segja að þetta væri stærsta stundin hingað til. Sjálfur hef ég hlustað á Foreigner frá blautu barnsbeini. Þetta verður magnað.“

Hljómsveitin Foreigner var stofnuð af nokkrum Bretum og Bandaríkjamönnum í New York árið 1976 og sló strax í gegn með samnefndri plötu ári seinna. Hljómsveitin mun spila alla sína helstu slagara frá áttunda og níunda áratugunum, svo sem „Urgent“, „Feels Like the First Time“ og „Cold as Ice“

Mick Jones, gítarleikari sveitarinnar, var í einlægu viðtali hjá DV 8. janúar. Þar lýsti hann því meðal annars hvernig hann tókst á við frægðina og hvernig hann náði sér upp úr alvarlegu taugaáfalli sem hann varð fyrir árið 2013.

Viðtalið er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Djöfull sem maður hafði saknað þess“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Djöfull sem maður hafði saknað þess“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úsbekinn mættur til meistaranna

Úsbekinn mættur til meistaranna
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“