fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Týndu meðlim í London

Guðni Einarsson
Föstudaginn 28. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Lights on the Highway var stofnuð síðsumars árið 2003 af söngvaranum Kristófer Jenssyni og gítarleikaranum Agnari Eldberg, Kristó og Agga eins og þeir eru kallaðir. Þeir höfðu þekkst lengi og voru báðir að leita sér að nýju verkefni. Fengu þeir afnot af hljóðveri í Hafnarfirði þar sem þeir tóku upp fimm lög. Skömmu síðar gekk bassaleikarinn Karl Daði Lúðvíksson til liðs við sveitina og urðu þeir órafmagnað tríó.

Lights on the Highway spilaði í kjölfarið á litlum kaffihúsum um alla Reykjavík og varð hluti af vissri senu sem var þá í gangi. Í þeirri senu voru einnig Pétur Ben, Tenderfoot, Indigo, Mood Company og fleiri tónlistarmenn.

Hljómsveitin kom fram í stúdíói DV Tónlistar föstudaginn 28. desember.

Haugasjór af hálfkláruðu efni

Á Hróarskelduhátíðinni árið 2004 bættist trymbillinn Þórhallur Reynir Stefánsson í hópinn. Hann og Kristófer voru þá fyrir tilviljun saman í tjaldbúðum. Þegar  heim var komið var stungið í samband og fyrsta platan tekin upp í Stúdíó Grjótnámunni. Seinna bættist í hópinn Stefán Gunnlaugsson á hljómborð en einnig hafa fleiri gítarleikarar verið í bandinu í gegnum tíðina, þeir Gunnlaugur Lárusson, Konráð Bartch og Bjarni Þór Jensson. Þeir munu allir koma fram á tónleikum sveitarinnar á Hard Rock dagana 29. og 30. desember.

Hvaðan kemur nafnið?

Kristó: „Nafnið kom í rauninni mjög fljótlega eftir að við Aggi tókum upp fyrstu upptökurnar. Við vorum að keyra einhvers staðar og að hlusta á upptökurnar þegar þessi hugmynd kom upp sem nafn á verkefnið. Okkur fannst þetta lýsa tónlistinni ágætlega, eða allavega sáum við það fyrir okkur að það væri svona pínu „roadtrip“ fílingur í þessu.“

Árið 2012 flutti Aggi til Bandaríkjanna og þá lagðist hljómsveitin í híði. Aggi segir að þeir hafi ekki náð að flétta neinu almennilega saman síðan en engan þeirra hafi langað til að hætta að starfa saman í tónlist.

Er nýtt efni á leiðinni frá ykkur?

Aggi: „Það er til alveg haugasjór af hálfkláruðu efni og okkur langar mjög mikið að gera þriðju plötuna. Svo er að reyna að mauka eitthvað úr þessum vilja, þannig að það er ekkert að fara koma á næstu vikum eða mánuðum, en vonandi sem fyrst.“

Týndist í lest

Lights on the Highway spilaði mest hér heima en hefur einnig komið fram á erlendri grundu.

Kristó: „Ég get ekki sagt að við höfum túrað mikið erlendis en við gerðum þó eitthvað af því á sínum tíma. Þá eingöngu í Bretlandi en þar höfum við spilað á alls konar stöðum, allt frá hryllilegustu klósettum upp í sögufræga staði eins og The Marquee og London Astoria.“

Aggi: „Við spiluðum ekki eins mikið erlendis og við hefðum átt að gera. Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í nokkur ár sé ég alveg að við gætum rúllað þessu upp þar og sópað undir teppið. En það skiptir oft ekki máli hvað þú kannt heldur hvern þú þekkir, því miður.“

Getið þið nefnt einhver skemmtileg atvik sem upp komu á tónleikaferðalagi?

Kristó: „Mér er minnisstætt þegar við vorum að taka síðustu lestina heim eftir gigg í London. Allir orðnir mjög þreyttir og með allt dótið okkar í lestinni. Þegar við komum á lestarstöðina okkar stigum við allir út úr lestinni, nema Ásgeir sem var eins konar tour-umboðsmaður og rótari. Hann varð einhverra hluta vegna einn eftir þegar dyrnar lokuðust og við horfðum á eftir honum. Við vissum reyndar líka að síminn hans væri straumlaus þannig að við gátum bara vonað að hann rataði aftur upp á hostel þar sem við vorum með herbergi. Ég man síðan eftir að við sátum einhverjir fyrir utan til þess að bíða eftir og vona að hann skilaði sér. Þá tók að heyrast íslenski þjóðsöngurinn með einhverju furðulegu flauti í fjarska. Viti menn, þar birtist Ásgeir, búinn að æfa sig í að flauta þjóðsönginn á einhverja furðulega fuglaflautu sem hann hafði keypt fyrr um daginn. Hann hafði þá gengið frá næstu lestarstöð, sem var líklega um klukkutíma gangur, flautandi þjóðsönginn alla leið.“

Hver er helsti munurinn á íslenskum og erlendum aðdáendum?

Aggi: „Það er ekki svo mikill munur á aðdáendunum sjálfum. En tónlistarsenan á Íslandi er mjög svo fjölbreytt og tónlistarmenn gera í því að mynda sinn eigin hljómheim. Erlendis eru mjög margir greinilega að herma eftir því sem er heitt þá stundina.“

Lights on the highway eru gestir DV tónlist föstudaginn 28 desember.

Eistnaflug það besta fyrir rokksenuna

Áhrifavaldar hljómsveitarmeðlima koma úr ýmsum áttum. Má þá helst nefna Bítlana, Elliot Smith og Crosby, Stills og Nash.

Hvað er það sem tónlistin gefur ykkur?

Aggi: „Mér finnst að ég verði að gera músík svo ég verði ekki bara hrikalega þunglyndur.“

Kristó: „Tónlistin er ákveðið tjáningarform. Stundum til að sýna einhverjum hvernig þér líður, hvort sem það er svo raunverulegt eða skáldskapur.“

Er rokksenan betri eða verri í dag en fyrir tíu árum?

Aggi: „Sumt mætti betur fara eitthvað langt í burtu. En annað er mjög gott. Ég held að þeir tónlistarmenn sem eru ekki trúir sjálfum sér viti upp á sig sökina en hinir megi vera ánægðir áfram. Svo vorkenni ég þeim sem þekkja ekki muninn þar á milli.“

Kristó: „Ég held reyndar að það besta sem gat komið fyrir rokksenuna á Íslandi var Eistnaflug. Það gaf svolítið „boost“ í annars meira hulda senu sem hefur svo sem alltaf verið til staðar. Rokksenan sem slík þarf enga hjálp, þetta gengur allt saman í hringi hvort eð er.“

Með suð í eyrum

Lights on the Highway kom síðast saman árið 2015 og tók þá lítinn túr um Ísland. Þá tróðu þeir upp á skemmtistöðum í Reykjavík, Græna hattinum á Akureyri og á Eistnaflugi. Aggi hefur ekki komið til Íslands síðan. Kristó segir:

„Það er í raun Stebba á Hard Rock að þakka að við höfum látið verða af þessu, bæði þá og núna, en við ætlum að halda tvenna tónleika á Hard Rock núna. Miðasalan er í gangi á tix.is en þegar er uppselt á fyrri tónleikana og örfáir miðar eftir á þá seinni. Við erum reyndar alveg orðlausir yfir viðbrögðunum sem við höfum fengið.“

Hvernig ætlið þið að eyða áramótunum?

Aggi: „Örugglega bara í kósí eftir þessi tvö kvöld með suð í eyrum að sprengja.“

Kristó: „Með fjölskyldu og vinum í Eyjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“