fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Brain Police hita upp fyrir Guns N´ Roses: „Spilum það sem fólk vill heyra“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Brain Police mun hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Guns N´ Roses þann 24. júlí á Laugardalsvelli á tónleikum sem verða þeir fjölmennustu í Íslandssögunni og umfang þeirra það mesta. Með hljómsveitinni koma 45 gámar af búnaði sem vega 1300 tonn og sviðið sjálft 65 metra breitt.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir:

„þrír risaskjáir færa tónleikagestum hvert smáatriði beint í æð, svo ekki sé minnst á stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þá er ótaldar alls kyns eldsýningar, sprengur og reykvélar sem koma til með að trylla rokkþyrsta tónleikagesti.“

 

Nighttrain í uppáhaldi

Í samtali við DV segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trymbill Brain Police:

„Þetta verður gaman. Þetta eru Gun N´ Roses og þetta er einn stærsti túrinn sem er í gangi í dag.“

Brain Police eru margreyndir í faginu og hafa reynslu af tónleikum af þessari stærðargráðu. Þeir hituðu upp fyrir þungarokkssveitina Metallica árið 2004 í Egilshöll. Það voru þá stærstu innitónleikar sem haldnir höfðu verið, 18 þúsund manns mættu. Þessir tónleikar eru hins vegar úti og áhorfendur verða fleiri.

Hlustar þú mikið á Guns N´ Roses?

„Já, og sérstaklega Appetite for Destruction plötuna. Ég starfa líka sem plötusnúður, aðallega á Lebowski Bar og á Dillon þegar Andrea Jóns vill fá frí. Þá set ég oft Guns N´ Roses á fóninn.“

Hvert er uppáhalds lagið?

„Úff, þegar stórt er spurt. Ætli það sé ekki Nighttrain. Það hefur eiginlega allt.“

Jónbi gerir ráð fyrir að sett Brain Police verði um hálftími.

„Við munum spila öll þessi gömlu góðu og svo eitthvað af EP plötunni sem við gáfum út síðastliðið sumar. Við erum ekkert að fara að sýna neina nýja hjólbarða heldur spilum það sem fólk vill heyra. Um það snýst þetta, að koma fólki í gott skapp.“

Hljómsveitin Brain Police stendur nú á tímamótum því að hún var stofnuð fyrir tuttugu árum síðan. Haldið verður upp á það næstkomandi nóvember.

Hliðin verða opnuð klukkan 17 og munu Brain Police stíga á sviðið skömmu síðar og svo sjálft aðalatriðið. Guns N´ Roses hafa verið að spila í rúmlega þrjár klukkustundir á tónleikaferðalaginu sem hófst árið 2016 og er hljómsveitin því í toppformi. Miðana má nálgast á show.is.

https://www.youtube.com/watch?v=2oYyPLPhr40

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Hlutirnir líta bara betur út á morgnana

Hlutirnir líta bara betur út á morgnana