fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Miðum bætt við á tónleika Guns ´n Roses á Laugardalsvelli: Verða þeir fjölmennustu í sögunni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. júní 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö eða þrjú þúsund miðum verður bætt við tónleika bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns ´n Roses sem fram fara á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Hægt er að skrá sig á lista á síðu tónleikahaldara og mun afhending þeirra fara fram snemma í næstu viku.

„Við erum að fara upp í 22 þúsund miða í heildina. Við vorum ekki komnir með nákvæma tölu um hversu mörgum við kæmum fyrir á vellinum út frá öryggissjónarmiðum. Núna liggur þetta fyrir og þess vegna erum við að bæta við um tvö eða þrjú þúsund miðum“ segir Jón Bjarni Steinsson tónleikahaldari.

Um alls konar miða er að ræða, bæði í stæði og stúkum og í mismunandi verðflokkum en þó minna af stúkumiðum en í stæði. Forskráning er hafin á síðunni www.show.is og kaupendur fá þá hlekk fyrir miðasöluna sem hefst snemma í næstu viku, mánudag eða þriðjudag.

Miðað við þetta eru góðar líkur á að aðsóknarmet á tónleika falli en 19 þúsund manns mættu á tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi í september árið 2016.

„Þetta verða stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérna, það er ekki spurning. Það er búið að vera uppselt á alla tónleika Guns ´n Roses á tónleikaferðalaginu sem hófst árið 2016 og þetta er orðinn fjóðri tekjuhæsti tónleikatúr sögunnar.“

Jón Bjarni segir að hljómsveitin sé í toppformi.

„Þeir eru að spila í þrjá og hálfan tíma, mættu meira að segja þremur mínútum of snemma á sviðið í Bretlandi um daginn. Þeir eru í mjög góðu formi og gerðu kröfur um að fá líkamsræktaraðstöðu á Laugardalsvelli og á hótelinu. Ég hef heyrt að allir tónleikar þeirra í Evrópu undanfarið hafi verið alveg geggjaðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Hlutirnir líta bara betur út á morgnana

Hlutirnir líta bara betur út á morgnana