fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Fyrsta kvikmyndin um björgun fótboltastrákanna á leið í tökur

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 10. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvert kvikmyndafyrirtækið á eftir öðru hefur slegist um söguna af fótboltastrákunum sem festust í helli í Taílandi – og mögnuðu björgunaraðgerðirnar sem í kjölfarið fylgdu.

Saga strákanna og þjálfara þeirra hélt heiminum í heljargreipum í sumar og að svo stöddu eru allt að sex útgáfur á forvinnslustigi. Á kvikmyndahátíðinni í Toronto var þó formlega tilkynnt framleiðsla á háskadramanu The Cave. Myndin verður framleidd í Taílandi og situr leikstjórinn Tom Waller við stjórnvölinn, en hann er sjálfur af taílenskum uppruna. Á kvikmyndahátíðinni fór fram uppboð á milli framleiðslufyrirtækja sem vildu tryggja sér dreifingarétt myndarinnar.

Tökur fara fram í nóvember og verður The Cave þá fyrst kvikmyndanna í mark um fótboltastrákanna. 

Á meðan mikill spenningur ríkir fyrir The Cave stendur til hjá öðrum framleiðendum að útbúa eigin kvikmynd um söguna. Á samskiptamiðlum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum yfir því hvort Hollywood-framleiðendur taki sér skáldaleyfi með söguna eða breyti kynþætti drengjanna og þjálfara þeirra í aðlöguninni.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jon M. Chu (Crazy Rich Asians, G.I. Joe 2) hefur verið á meðal þeirra sem krefst þess að framleiðendur eigi að segja söguna rétt. Chu hefur sjálfur verið að þróa sína kvikmynd um þessa sögu og vill koma í veg fyrir svokallaða „hvítþvætti“ bransans vestanhafs.

„Ég neita að leyfa Hollywood að hvítþvo þessa sögu. Ekki séns. Aldrei á okkar vakt. Það mun ekki gerast, því annars er okkur að mæta. Það er falleg saga þarna um mannfólk að bjarga öðru mannfólki. Ef einhver ætlar að segja þessa sögu [í kvikmyndaformi] er eins gott að það sé gert rétt og af virðingu,“ segir Chu á Twitter.

Aðstandendur The Cave virðast í það minnsta ekki þurfa að hafa þessar áhyggjur.

Sjá einnig: Svona var atburðarásin við björgun strákanna úr hellinum – Ótrúlegt björgunarafrek – Tímalína

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“