fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Yfirlestur Baltasars á Everest: „Það þurfti engan sykur í þetta“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft leynast þrælskemmtilegir fróðleiksmolar á svonefndum „commentary-rásum“ kvikmyndagerðarfólks, þessum sem finnast yfirleitt á stafrænum útgáfum kvikmynda.

Baltasar Kormákur hefur yfirleitt verið duglegur að bjóða upp á slíkar hljóðrásir þegar kemur að svonefndu Hollywood-myndum hans og þar er hamfaramyndin Everest frá 2015 engin undantekning. Baltasar hefur yfirleitt nóg að segja og með sína bestu ensku.

Í tilefni nýrrar sannsögulegrar háskamyndar frá leikstjóranum er tilvalið að renna yfir ýmsa hápunkta yfirlestursins, frá merkilegum baksviðssögum til algjörlega gildislausra staðreynda – en betra er að taka fram að þessi yfirlestur leikstjórans er eingöngu í boði á Blu-Ray-útgáfu myndarinnar en ekki DVD.

Jake Gyllenhaal átti víst hugmyndina á því að snerta broddinn á fjallstindinum.

Upphaflega stóð til að kynna ýmsa karaktera betur í heimaumhverfum sínum, sýna fjölskyldur þeirra og þess háttar en Balta fannst það vera of mikið „exposition“ og taldi það betri kostinn að stökkva beint í atburðarásina þegar allir eru að leggja í ferðalagið frá flugvellinum í Kathmandu, eins og við sjáum í byrjun.

Baltasar nefnir hversu mikilvægt það hefur verið að hafa aðgang að þeim fjölmörgu bókum sem voru skrifaðar um þennan Everest-leiðangur sem myndin snýst um, en eitt dýrmætasta tólið sem aðstandendur höfðu voru hljóðupptökur. Þeim var útvegað af Helen Wilton, sem breska leikkonan Emily Watson leikur í myndinni.

Þessar upptökur vorum mjög gagnlegar enda segir Balti að frásagnir og upprifjanir á atburðum voru ekki alltaf í samræmi við bækurnar sem voru gefnar út.

Senan þar sem hópurinn kemur að minnismerkjunum – helguðum þeim sem létust við það að klífa fjallið – bregður fyrir cirka korter inn í myndina og það var eins ofarlega og tryggingarfélögin leyfðu tökuliðinu að skjóta á við Everest fjallið, af öryggisástæðum.

Afgangurinn á myndinni var tekinn upp við önnur fjöll í Nepal, á settum eða við landamæri Ítalíu og Austurríkis.

Josh Brolin, að sögn Balta, er mjög lofthræddur í raun.

Öll talstöðvasamtölin á milli Helen og Robs Hall (þegar hann var staddur við toppinn – á svonefndu Hillary-þrepunum) voru endursköpuð með eins mikilli nákvæmni og hægt var. Þetta eru upptökurnar sem leikstjórinn hlustaði á.

Baltasar segist hafa verið heppinn með valið á Ingvari E, sökum þess hvað hann er bæði „rússalegur“ í útliti og hversu líkur hann er Anatoli Bukreev.
Anatoli spilaði á gítar í tjöldunum milli klifra, en Balti segir að Ingvar hafi verið mun sterkari á harmónikku svo hann ákvað að breyta því.
Á nákvæmlega á klukkutímamarkinu á heildarlengdinni sést Ingvar E. fagna því að vera fyrstur stiginn á fjallstindinn.

Bónus-staðreynd: Samkvæmt teljurum segir Baltasar “You’know” milli orða cirka 541 sinnum, myndin er 118 mínútur.

Þyrluflugmanninum sem bregður fyrir í byrjuninni er sami flugmaður og hætti lífi sínu í raunasögunni til þess að sækja Beck Weathers (Josh Brolin). Baltasar bar svo mikla virðingu fyrir honum að hann varð að gefa honum smá gestahlutverk.

Sonur Baltasars, Stormur, leikur son Josh Brolin og Robin Wright í myndinni. Nefnir leikstjórinn líka að stúlkan sem leikur dóttur þeirra, Mia Goth, hafi verið að deita Shia LaBeouf.

Balti gefur yfirmanni tæknibrelludeildarinnar, Daða Einarssyni, gott „shout out“. Daði vann áður fyrir Óskarsverðlaunaleikstjórann Alfonso Cuarón við Children of Men og Gravity og nú síðast að Adrift með Balta.

Það kom nokkrum sinnum fyrir að snjóflóð byrjuðu að eyðileggja settin.

Baltasar ræðir um hvernig hann leikstýrði senunum með Keiru Knightley. Hún er í litlu hlutverki en hún á eitt erfiðasta atriðið í myndinni. „Það þurfti engan sykur í þetta atriði“ segir hann, talandi um hversu sterkt hennar stóra atriði er í einfaldleika sínum og hve ónauðsynlegt það var að ganga of langt í dramatíkinni.

Uppáhalds skotið hans í myndinni er skotið við toppinn þegar stormurinn nálgast. Þetta:

Baltasar lagði mikið upp úr því að sýna hve smátt mannfólkið er í samanburði við fjallið, sérstaklega í stórum víðskotum þegar ferðalangar nálgast toppinn. „Þetta er maður gegn náttúru. Þeir eru eins og maurar, sjáið til.“

Þá ræðir leikstjórinn fjallið sjálft. „Everest er svolítið eins og tálkvendi. Það tælir til og fær þig til þess að koma nær og nær. Þú finnur fyrir því og krafti þess og hversu freistandi það er. Því nær sem þú kemst að toppnum, því meira sérðu hversu fallegt fjallið er í allri sinni dýrð. En á þeim punkti ertu líka á valdi þess. Þetta er dauðasvæði. Frá og með þessum punkti er líkaminn þinn í raun byrjaður að deyja.“

Hljóðmeistari myndarinnar, Glenn Freemantle, tapaði gegn Balta í borðtennis. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“