fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Rokkararnir Bill og Ted takast á við gráa fiðringinn: Snúa aftur eftir langt hlé

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir og tímaflakkararnir Bill Preston og Theodore Logan snúa aftur á hvíta tjaldið eftir tæpa þrjátíu ára fjarveru, aðdáendum sínum til mikillar ánægju.

Þetta staðfestu leikararnir Keanu Reeves og Alex Winter á kvikmyndahátíðinni í Cannes og segja í yfirlýsingu að þeir gætu ómögulega verið spenntari að koma bandinu saman aftur.

Þeir Winter og Reeves mynduðu vinsælt tvíeyki í myndunum tveimur.

Þeir Reeves og Winter slógu rækilega í gegn með Bill and Ted’s Excellent Adventure sem kom út árið 1989 og snéru svo aftur með framhaldinu Bill and Ted’s Bogus Journey tveimur árum síðar við stórfínar undirtektir aðdáenda. Báðar myndirnar hafa öðlast sterkt fylgi á árunum liðnum og voru einnig gerðir tölvuleikir, sjónvarpsseríur og myndasögur um þá félaga.

Búið er að ganga frá öllum samningum og fullyrðir Reeves að nýtt handrit sé næstum því fullklárað, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þriðja kvikmyndin um Bill og Ted hefur verið tilkynnt. Verkefnið hefur verið teikniborðinu í rúman áratug hjá leikurunum og stóð fyrst til að hefja framleiðslu árið 2007. Þá var búið að ráða leik­stjóra og hand­rits­höf­und til að vinna að mynd­inni en fuðraði sú tilraun upp. Reynt var á ný árið 2010 en með sama árangri.

Handrit nýju myndarinnar er í höndum þeirra Chris Matheson og Ed Solomon sem skrifuðu fyrstu myndina og mun leikstjórinn Dean Parisot sjá um tauminn, en hann er þekktastur fyrir gamanmyndina Galaxy Quest.

Þriðja myndin mun bera heitið Bill and Ted Face the Music og segir frá því hvernig sluksarnir tveir glíma við gráa fiðringinn. Þrátt fyrir þúsundir laga sem þeir hafa samið hefur lítið ræst úr rokkhljómsveit þeirra, Wyld Stallyns, frekar en þeim örlögum að semja lagið sem mun einn daginn bjarga öllum heiminum. En betra er seint en aldrei.

Þá leggja þeir af stað í nýtt ævintýri sem verður uppfullt af frægum sögupersónum og tónlistargoðum, nema að þessu sinni slást dætur þeirra í för með þeim.

Í Bill & Ted Face the Music lenda þeir félagarnir í alls kyns ævintýrum með dætrum sínum.

Ekki er búið að gefa upp útgáfudag á myndina en reiknað er með því að hún líti dagsins ljós árið 2020 í síðasta lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“