fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

A Quiet Place hittir í mark: Eyrun sperrt og rassinn spenntur

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 20:30

Emily Blunt in A QUIET PLACE, from Paramount Pictures.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt í bíó

A Quiet Place
Leikstjóri: John Krasinski
Framleiðendur: Michael Bay, Brad Fuller
Handrit: Bryan Woods, Scott Beck, John Krasinski
Aðalhlutverk: John Krasinski, Emily Blunt, Millicent Simmonds, Noah Jupe

 

 

Í hnotskurn: Brakandi ferskur þagnartryllir sem heldur flæði og kemur á óvart.

 

Að lifa án þess að mega nokkurntíma gefa frá sér hljóð er ekkert líf til að lifa. Hér skyggnumst við í dystópíuheim þar sem dularfullar verur eru allsráðandi; snöggar, blindar en gæddar ofurnæmu heyrnarskyni og hefur því eftirlifandi mannfólk lítið val um annað en að trítla gegnum tilveruna. Sögusvið myndarinnar er bóndabýli og fylgjumst við með Abbott-fjölskyldunni, sem í sameiningu reynir öll hvað sem hún getur til þess að halda lífi, sem og einhverri von. Hið minnsta brak, jafnvel eitt berfætt feilspor, smá saklaus hósti eða hlátur gæti orðið þeirra síðasti.

Hér er komið eitt afbragðsdæmi um það hvernig tekst að útfæra litla en skothelda grunnhugmynd með æpandi fínum hætti og án þess að allt sé stafað út. Hugmyndinni fylgir í raun slíkur ferskleiki og auðvelt er að spyrja sjálfan sig hvers vegna ekki hafi verið oftar gert eitthvað í líkingu við hana, enda akkúrat tilvalinn þráður í góða hryllingssögu.

Það er ráðgátu líkast hvernig leikaranum John Krasinski (sem margir hverjir þekkja úr The Office) tókst að skila frá sér svona flottum trylli. A Quiet Place er mynd þar sem allt reiðir á tón, stemmningu og tengingu leikara. Þetta er sáraeinfalt stykki en meistaralegt sjálfsöryggi ríkir yfir úrvinnslunni frá einum geysilega viðkunnanlegum leikara, nú orðinn líka að efnilegum leikstjóra.

Krasinski leikur sér að þögnum, táknmáli, hávaða og ekki síður með rassavöðvum áhorfenda, enda fá þeir nokkrar ágætar æfingar á gefnum tímapunktum. Allt þetta tekst honum með öflugu andrúmslofti og aðstoð leikaranna sem hér eru til liðs með honum (þar á meðal Emily Blunt, eiginkona leikarans). Hér hefðu sjálfsagt margir leikstjórar nýtt sér tækifærið að keyra stemninguna á ódýrum bregðuatriðum, því varla finnst hentugri grunnur til þess.

Leikstjórinn virðist í það minnsta kunna að nota brögðin rétt, eins með nýtingu á tónlist. Myndataka og hljóðvinnsla eru í toppgæðum og tölvubrellur í góðu lagi miðað við kostnað og ágætu skepnurnar aldrei mjólkaðar. Það er ekki fyrr en líður á seinni helminginn þar sem myndin fer að reyna hvað mest á trúverðugleikann og fara handritshöfundar að svindla meira með lausnum í frásögn, ekki síst þegar ákveðinn stórviðburður hefur átt sér stað í sögunni – án þess að meira sé gefið upp.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=XMUR2MdaK5w]

A Quiet Place snýst í rauninni meira fjölskyldutengsl heldur en skrímsli eða dystópíu; um samskiptaleysi, missi, samviskubit og ýmislegt ósagt hjá okkar nánustu frekar en bregður. Í burðarhlutverkum eru allir á skjánum tjáningarríkir og öflugir á sinn hátt, bæði hjónakornin og krakkarnir, en sannfærandi börn eru yfirleitt algjör rúlletta í hryllingsmyndum og hér er ekki feilnóta slegin.

Myndin er bæði mátulega minimalísk og aðgengileg (og hver hatar ekki að láta sussa á sig endalaust?). Má líka hafa gaman af því hvernig uppsetning myndarinnar ögrar spjall- og smjattóðum bíóáhorfendum til þess að stilla sig, og reynist m.a.s. merkilega erfitt að fylla kjaftinn af snakki eða poppi án þess að vera „sú manneskja” í salnum. Hins vegar má alveg færa rök fyrir því líka að það er áskorun út af fyrir sig að sitja út alla myndina án þess að sprengja óvart einhvern hljóðkvarða. Það verður að segjast nokkuð vel spilað af mynd sem hvetur svona mikið til þagnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda