fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar vekur athygli í Cannes: Spáð mikilli velgengni á heimsvísu

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 14. maí 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina en þar var lófaklappið ekki sparað að sýningu lokinni. Erlendir miðlar hafa nokkrir fjallað um myndina og eru fyrstu viðbrögð afar jákvæð.

Á vefmiðlinum Cineuropa segir gagnrýnandinn Fabien Lemercier kvikmyndina sanna að velgengni fyrri myndar Benedikts, Hross í oss, hafi ekki verið nein tilviljun. „Í stuttu máli er þetta feminísk mynd þar sem ekki vantar speglun á samfélagið en nálgunin á efninu er stórskemmtileg,“ skrifar hann í umfjölluninni og hrósar Benedikt fyrir að taka myndina ekki of alvarlega.

Jordan Mintzer hjá Hollywood Reporter tekur fram að umbúðirnar séu til fyrirmyndar og lýsir myndinni sem sjónrænni veislu þar sem stutt er í húmor og sniðugar fléttur.

Jay Weissberg, gagnrýnandi hjá Variety, spáir myndinni mikilli velgengni á heimsvísu og spyr: „Er til eitthvað sjaldgæfara heldur en snjöll vellíðunarmynd sem fjallar um mikilvæg umhverfismál með húmor og fullnægjandi réttlætisskyn?“ Weissberg segir myndina falla undir þessa lýsingu og nefnir hann einnig kvikmyndatökumanninn Bergstein Björgúlfsson, sem hann kallar algjöran meistara í því að fanga lágstemmda fegurð íslensks landslags.

Dómur Screen Daily hrósar Halldóru Geirharðsdóttur fyrir frábæran leik í krefjandi hlutverki en Halldóra leikur einnig tvíburasystur Höllu í myndinni. Þykir greinarhöfundi líklegt að myndin njóti ágætrar velgengni, sérstaklega á meðal kvenna.

Breski miðillinn The Guardian birti einnig sinn dóm en þar er gagnrýnandinn Peter Bradshaw ekki jafn hrifinn og hinir. Hann gefur þrjár stjörnur af fimm mögulegum og ritar að myndin sé almennt vel leikin og búi yfir skemmtilegum stíl en að leikstjórinn tapi sér aðeins of mikið í gríninu.

Myndin segir frá Höllu (leikin af Halldóru Geirharðsdóttur), miðaldra kórstjóra sem lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu og gerist skemmdarverkamaður. Lífið breytist snöggt þegar hún fréttir af munaðarlausri stúlku í Úkraínu og þarf þá að ákveða hvort eigi að bjarga þessu eina barni eða halda sinni baráttu áfram.

Stikluna fyrir myndina má sjá hér að neðan, en áætlaður frumsýningardagur hérlendis er 23. maí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum