Condon er einnig einn framleiðandi myndarinnar og hefur áður unnið með McKellen að myndunum Mr. Holmes og Gods and Monsters, en Condon vann Óskarsverðlaun fyrir árið 2000 í flokki besta handrits byggðu á áður útgefnu efni. Leikstjórinn naut einnig mikillar velgengni með lokamyndum Twilight-seríunnar og halaði Beauty and the Beast inn rúman milljarð í Bandaríkjadölum á heimsvísu, þar með tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs.
The Good Liar er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nicholas Searle og skrifuð af handritshöfundi Mr. Holmes, þar sem Ian McKellen fór einnig með aðalhlutverkið. Að þessu sinni leikur McKellen glæpamann sem ætlar að setjast í helgan stein eftir eitt lokasvindl. Áætlunin er að vinna sér inn traust dularfullrar ekkju og stela peningum hennar, en stigmagnandi vefur lyga reynist hafa ófyrirsjáanleg áhrif á þau bæði.
Kvikmyndavefurinn IMDb staðfestir að Jóhannes fari með hlutverk persónu að nafni Vlad og verður The Good Liar frumsýnd á næsta ári. Einnig má búast við vestranum The Sisters Brothers á næstunni, þar sem Jóhannes er í kominn í hóp með mönnum á borð við Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Joaquin Phoenix.