fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Hugleikur velur bestu Marvel myndirnar: „Þessar hetjur hafa verið trúarbrögð mín síðan í æsku“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 28. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta og stærsta myndin til þessa frá kvikmyndaveri Marvel, Avengers: Infinity War, er lent í kvikmyndahúsum. Spáð er því að myndin slái mörg aðsóknarmet um helgina og hefur bíómyndin verið gríðarlegt tilhlökkunarefni hjá aðdáendum ofurhetju- og hasarblaðamynda.

Hugleikur Dagsson, listamaður og ofurhetjusérfræðingur, er búinn að sjá Infinity War og segir í spjalli við DV að hann sé enn að melta hana en tekur fram að hún sé hugsanlega sú sterkasta í allri seríunni.

„Ég hef tvisvar áður verið agndofa yfir kvikmynd. Fyrst Magnolia og svo Martyrs. En ég bjóst aldrei við að Marvel mynd myndi slá mig svona rækilega utanundir“, segir Hugleikur um myndina. „Ég er reyndar ekki beint hlutlaus því þessar hetjur hafa verið trúarbrögð mín síðan í æsku. En í einu orði er Infinity War supercalifragilisticexpialidocious“.

Þá deilir Hugleikur sínum fimm uppáhaldsmyndum úr svonefnda Marvel Cinematic Universe myndabálknum, af þeim átján sem voru gefnar út á undan þeirri nýjustu. Hugleikur fær orðið:

 

Thor: Ragnarok

„Það var sniðugt að fá grínleikstjórann Taika Watiti til að hressa upp á þessa seríu eftir Thor: The Dark World. Kannski aðeins of sniðugt. Þessi mynd er bara full-on grínmynd með þar sem allir karakterar detta á rassinn og mætti alveg taka sig smá alvarle- FOKK HULK ER AÐ SLÁST VIÐ FENRISÚLF! ÞETTA ER BEST!“.

 

Guardians of the Galaxy Vol.2

„Ekki jafn hnitmiðuð negla og vol.1 en er þó með töluvert stærra hjarta. Hér fáum við nokkrar vangaveltur um marin fjölskyldutengsl í köldum alheimi. Þar ber helst að nefna epíska föðurkomplexa Starlords og blóðugan systraríg Nebúlu og Gamorru. En það eru samskipti Drax og Mantis sem lyfta þessari mynd í hlýjuna. Að hlusta á þau er eins að hlusta á einhverft fólk tala um ástina. Mannbætandi“.

 

Spider-Man: Homecoming

„Sjötta spiderman myndin á þessari öld. Og besta. Af því að Marvel Studios veit hvað Spider-Man á að vera. Unglingasápa. Með unglingabólum og öllu. Persónulega þótti mér miður að Gammurinn var ekki ellilífeyrisþegi eins og í myndasögunum en túlkun Michaels Keaton bætti það upp“.

 

Iron Man 3

„Það er twistið í þessari mynd sem bjargar Iron Man seríunni frá meðalmennsku. SPOILER ALERT.

Í myndasögunum var erkióvinur járnmannsins, The Mandarin, asískur einræðisherra sem klæddi sig eins og Ming í Flash Gordon. Í myndinni var honum breytt í feik terrorista sem fabríkeraður var af vopnasölum til að réttlæta stríðsglæpi. Leikstjóranum/handritshöfundinum Shane Black tókst þannig að breyta meginstraums ofurhetjumynd í rammpólitíska ádeilu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna“.

 

Captain America: The Winter Soldier

„Kapteinninn er vinsælt skotmark meðal cynical hatara. Enda er auðvelt hlæja að naívískri táknmynd ameríska draumsins á þessum tímum. Sumir halda jafnvel fram að Cap sé einhverskonar kjölturakki bandarískra yfirvalda. En þetta eru bara illa lesnir basic bitches sem vita ekki að Cap hefur oftar en einu sinni snúið baki við ríkisstjórninni og og jafnvel barist gegn henni þegar hún brýtur gegn saklausum. Önnur myndin í þríleik kapteinsins (þriðja myndin, Civil War, deilir þessu efsta sæti í anda) er ekki bara frábær pólitískur þriller, heldur undirstrikar hún líka þetta ekki-vera-vondur-við-minni-máttar viðhorf hans á listilegan hátt. Eins og hann sagði í fyrstu myndinni; “I don’t like bullies, no matter where they’re from”. Naív táknmynd, já. En drullusterk“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“