fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Fallegustu bókarkápurnar 2020 – „Dramatísk frásögn þarf dramatíska kápu“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 10:30

Þrjár fallegustu bókarkápurnar 2020 samkvæmt dómnefnd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókarkápan er það fyrsta sem fólk tekur eftir við hverja bók. Þó eigi skuli dæma bókina sjálfa af kápunni er vel hægt að dæma bókarkápuna. Við fengum valinkunna aðila í dómnefnd til að velja fallegustu kápurnar og þær frumlegustu í ár.

Hér gefur að líta þær fallegustu og rökstuðning fulltrúa dómnefndar.

 

Dramatísk frásögn þarf dramatíska kápu. Falleg áferð og litasamsetningin upp á 10.

Söguþráðurinn í bókinni á sér stað á íslandi í kringum aldamótin 1600. Höfuðstafurinn B minnir óneitanlega á íslenskar bókmenntir þess tíma og þegar nánar er að gáð eru þar fjötrar sem eru vísan í söguþráðinn. Áferð bókarinnar minnir á gamla strigapoka og glansfólían myndar skemmtilegan kontrast við áferðina.

Hér er hönnuður að nota efnivið bókarinnar í sjálfri kápunni á hugmyndaríkan og kannski ekki svo augljósan hátt.

 

 

Fallegasta kápa jólabókaflóðsins í ár, sem talar svo inn í árið á sinn einfalda hátt. Snertingin sem hefur verið forboðin meirihluta ársins.

Spennandi nálgun í myndmáli. Bein vísan í titil bókarinnar en fléttar einnig saman fortíð og samtíma. Hefði verið svo auðvelt að fara í augljósustu myndbirtingar titils en hér er farið skrefinu lengra á frumlegan og fallegan hátt.

Frumleg nálgun á snertingu með dauðum hlutum sem verður samt innileg.

 

 

Árstíðir er smásagnabók ætluð þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Forsíðan segir sínar eigin smásögur með íkonum sem saman mynda fallega og sterka heild. Út úr hverju íkoni má lesa fleiri en eina sögu. Letrið er látlaust en með sterkan persónuleika og hvert element styrkir það næsta.

Litasamsetning og letur einstaklega grípandi. Teikningar vel unnar og útfærslan prýðileg, segir okkur að hér sé um að ræða smásögur á skemmtilegan máta.

 

FALLEGAR BÓKAKÁPUR SEM EINNIG VÖKTU ATHYGLI FULLTRÚA DÓMNEFNDAR:

GRÍSAFJÖRÐUR
Hönnun: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Útgefandi: Salka

Dásamlegar teikningar Lóu heilla mig mikið og þessi kápa alveg sogar mann að sér, litrík og spennandi. Lýsir bókinni líka vel, sem er nú markmiðið.

Lóa klikkar ekki frekar en fyrri daginn og kápuna á bókinni gæti hún selt sem sér verk. Það er einhver dásamlegur og viðkunnanlegur húmor sem einkennir verk Lóu og sést glöggt á þessari kápu og skilar sér í sögunni sjálfri.

 

 

FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ
Hönnun: Alexandra Buhl
Höfundur: Gísli Pálsson
Útgefandi: Forlagið/MM

Ótrúlega fallegt myndverk sem prýðir þessa bók sem fangar innihaldið fullkomlega.

Málverk á forsíðunni af fuglinum fræga, sem nú er bara til á myndum. Gefur honum líf á þann hátt sem hann á skilið.

 

DÓMNEFND

Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Júlía Hvanndal, listrænn stjórnandi hjá Sahara
Jari (Jón Ari) Helgason, hugmynda- og hönnunarstjóri hjá Brandenburg
Rebekka Líf Albertsdóttir, hönnuður og umbrotsmaður hjá Torgi
Stefán Svan Aðalheiðarson, fatahönnuður og eigandi Stefánsbúðar
Valgarður Gíslason, ljósmyndari hjá Torgi

 

Umfjöllunin birtist fyrst í áramótablaði DV sem kom út 30. desember 2020. Seinni hluti umfjöllunarinnar – frumlegustu bókakápurnar – birtist á dv.is á morgun, sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg