fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Frumlegustu bókarkápurnar 2020 – „Kannski eina kápan í ár sem raunverulega á skilið að vera kölluð frumleg“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 10:30

Frumlegustu bókarkápurnar samkvæmt dómnefnd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókarkápan er það fyrsta sem fólk tekur eftir við hverja bók. Þó eigi skuli dæma bókina sjálfa af kápunni er vel hægt að dæma bókarkápuna. Við fengum valinkunna aðila í dómnefnd til að velja fallegustu kápurnar og þær frumlegustu í ár.

Hér gefur að líta þær frumlegustu og rökstuðning fulltrúa dómnefndar.

 

Kannski eina kápan í ár sem raunverulega á skilið að vera kölluð frumleg.

Einföld og ákaflega áberandi hönnun með skemmtilegu tvisti þegar hlífðarkápan er fjarlægð.

Einmana „Ein“ er það fyrsta sem grípur augað. Bókin er í gulum gegnsæjum rykfrakka. Kápan sjálf er hvít og sé rykfrakkinn fjarlægður kemur í ljós að bókin heitir í raun Mein, en M-ið er gult og sést því ekki í gegnum gulan rykfrakkann. Skemmtilegt „páskaegg“ í hönnun.

 

Hér eru hönnunarreglur þverbrotnar af einstakri list (að prenta svart letur á rauðan grunn) og útkoman er þrususterk baráttuforsíða. Hún tekur pláss, fangar athygli og í einfaldleika sínum kemur innihaldinu skýrt en ákveðið til skila. Hún er holdgerving kvennabaráttunnar. Letur, litaval og uppsetning til fyrirmyndar.

Ekki bara falleg kápa heldur stofustáss.

Virkilega sterk og áhrifarík kápa. Hún er áberandi þrátt fyrir einfaldleikann.

 

Bananakassar hafa sterka tengingu í þjóðarsálina og áhugavert að nota sem aðalatriði á bókarkápu.

Einfaldur hverdagslegur hlutur eins og bananakassi getur verið þýðingarmikill og fagur svona einn og yfirgefinn. Heillandi kápa sem gæti sómað sér í ramma.

 

FRUMLEGAR BÓKARKÁPUR SEM EINNIG VÖKTU ATHYGLI FULLTRÚA DÓMEFNDAR:

 

107 REYKJAVÍK
Hönnun: Ragnar Helgi Ólafsson
Höfundar: Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir
Útgefandi: Bjartur

Falleg litasamsetning og myndaval sem myndar einhverja dystópíska og útópíska veröld. Hef ekki lesið bókina, en kápan er forvitnileg.

Virkilega spennandi kápa sem þarf að staldra við og skoða.

 

MÖRGÆS MEÐ BROSTIÐ HJARTA
Hönnun: Anna Margrét Marinosdóttir
Höfundur: Stefán Máni
Útgefandi: Sögur útgáfa

Ekki það sem maður býst við frá Stefáni Mána en mjög skemmtileg kápa.

Áhugaverð kápa sem verður til þess að maður vill vita meira.

 

MÖNDULHALLI
Hönnun: Elín Edda Þorsteinsdóttir
Höfundar: Ýmsir
Útgefandi: Una útgáfuhús

Skemmtileg nálgun á myndlíkingu. Falleg litasamsetning og forvitnileg kápa.

Falleg og vel leyst myndskreyting. Samspil skemmtilegs og frumlegs leturs hönnuðar, lita og teikninga hönnuðarins mynda samstæða heild.

 

DÓMNEFND

Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Júlía Hvanndal, listrænn stjórnandi hjá Sahara
Jari (Jón Ari) Helgason, hugmynda- og hönnunarstjóri hjá Brandenburg
Rebekka Líf Albertsdóttir, hönnuður og umbrotsmaður hjá Torgi
Stefán Svan Aðalheiðarson, fatahönnuður og eigandi Stefánsbúðar
Valgarður Gíslason, ljósmyndari hjá Torgi

 

Umfjöllunin birtist fyrst í áramótablaði DV sem kom út 30. desember 2020. Fyrri hluti umfjöllunarinnar – fallegustu bókakápurnar – birtist á dv.is í gær, laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Laufey skákar Bítlunum

Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Simeone setur pressu á leikmann Barcelona fyrir stórleik kvöldsins

Simeone setur pressu á leikmann Barcelona fyrir stórleik kvöldsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp