Carlos Tevez er gengin til liðs við Boca Juniors en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Þetta er í þriðja skiptið á ferlinum sem hann skrifar undir hjá argentínska liðinu en hann spilaði síðast með Shanghai Shenhua í Kína.
Þá hefur félagið einnig fengið Emmanuel Mas frá Trabzonsport í Tyrklandi en hann er vinstri bakvörður.
Hann á að baki fjóra landsleiki með argentínska landsliðinu en eins og áðir sagði eru þeir báðir frá Argentínu.