Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool var valinn leikmaður ársins í Afríku núna rétt í þessu.
Salah hefur verið magnaður fyrir Liverpool á þessari leiktíð og hefur skorað 22 mörk í öllum keppnum síðan hann kom frá Roma.
Liverpool borgaði Roma 36 milljónir fyrir hann í sumar sem verða að teljast ansi góð kaup en hann er næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Sadio Mane, sóknarmaður Liverpool var í öðru sæti í kjörinu og Pierre-Emerick Aubameyang var í því þriðja.