Knattspyrnuvefurinn FourFourTwo birtir árlega lista yfir 100 bestu knattspyrnumenn heims.
Cristiano Ronaldo var bestur á árinu 2017 en hann var valinn bestur á verðlaunaafhendingu FIFA og hjá France Football.
FourFourTwo birti á dögunum lista yfir þá tíu miðjumenn sem voru efstir í kjörinu af þeim 100 leikmönnum sem þeir völdu.
Úrslitin gætu komið einhverjum á óvart en besti miðjumaður heims í dag spilar með Manchester City.
Listann má sjá hér fyrir neðan.
10. Casemiro (Real Madrid)
9. Marco Verratti (PSG)
8. David Silva (Manchester City)
7. Sergio Busquets (Barcelona)
6. Toni Kroos (Real Madrid)
5. Isco (Real Madrid)
4. Paul Pogba (Manchester United)
3. N’Golo Kante (Chelsea)
2. Luka Modric (Real Madrid)
1. Kevin de Bruyne (Manchester City)