Danilo, miðjumaður Porto verður frá í að minnsta kosti mánuð eftir meiðsli sem hann varð fyrir í gær.
Porto mætti Sporting í Deildarbikarnum þar í landi en Danilo meiddist í leiknum í gær og verður frá í nokkrar vikur eins og áður sagði.
Þetta er mikið áfall fyrir Porto sem mætir Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 14. febrúar næstkomandi.
Hann ætti hins vegar að vera orðinn klár þegar liðin mætast á nýjan leik á Anfield í seinni leik liðanna þann 6. mars.