Robin van Persie hefur samið við Feyenoord í Hollandi en þetta var tilkynnt í gær.
Hann mun ganga formlega til liðs við félagið í næstu viku en hefur nú þegar gert munnlegan samning.
Van Persie er leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi en hann kom til félagsins árið 2015 frá Manchester United.
Hann er uppalinn hjá Feyenoord og spilaði með liðinu á árunum 2001 til 2004, áður en hann samdi við Arsenal á Englandi.
Hann birti fallegt myndband á Instagram í dag þar sem hann kvaddi stuðningsmenn félagsins en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.