Alexis Sanchez er að öllu líkindum að ganga til liðs við Manchester United en hann verður launahæsti leikmaður liðsins.
Sanchez mun fá í kringum 350.000 pund á viku samkvæmt enskum miðlum en Henrikh Mkhitaryan fer til Arsenal í skiptum fyrir Sanchez.
Armeninn verður launahæstur hjá Arsenal en það hefur ekki verið gefið upp ennþá, hvað hann mun þéna hjá félaginu.
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid hefur verið mikið í fréttunum að undanförnu en hann er sagður ósáttur með samning sinn hjá félaginu.
Hann vill fá svipuð laun og Messi og Neymar en þegar tíu launahæstu knattspuyrnumenn heims eru skorað kemur í ljós að hann er í sjötta sæti.
Listann yfir þá tíu launahæstu má sjá hér fyrir neðan en hafa ber í huga að hér eru árstekjur taldar saman.
10. Graziano Pelle (Shandong Luneng) £15m
9. Paul Pogba (Manchester United) £15.4m
8. Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain) £15.9m
7. Hulk (Shanghai SIPG) £17.6m
6. Cristiano Ronaldo (Real Madrid) £18.5m
5. Ezequiel Lavezzi (Hebei Fortune) £20.3m
4. Oscar (Shanghai SIPG) £21.1m
3. Neymar (Paris Saint-Germain) £31.7m
2. Carlos Tevez (Shanghai Shenhua) £33.5m
1. Lionel Messi (Barcelona) £40.5m