Diego Forlan, fyrrum framherji Manchester United hefur samið við Kitchee.
Kitchee leikur í efstu deild Hong Kong og er núverandi meistari þar í landi.
Liðið tekur þátt í Meistaradeild Asíu og var Forlan fenginn til félagsins til þess að auka vinningslíkurnar í keppninni.
Forlan gerði garðinn frægan með liðum á borð við Atletico Madrid og Manchester United.
Þá varð hann markahæsti leikmaður HM 2010 ásamt því að vera valinn besti leikmaður mótsins.