Ofurskálin (e. Super Bowl) var í gærkvöldi í Miami í Flórída. Hápunktur kvöldsins fyrir mörgum er hálfleikssýningin og í þetta sinn sáu söngkonurnar Jennifer Lopez og Shakira um atriðið. Þær gjörsamlega trylltu lýðinn og fengu til sín nokkra góða gesti.
Sjáðu sýninguna hér að neðan.
Kansas City Chiefs bar sigur úr býtum í Ofurskálinni og er þetta þeirri fyrsti NFL-titill í hálfa öld. Liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers.