fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ritdómur um Bjargfæri – Hvað gerist þegar taugin milli barns og foreldris slitnar?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samanta Schweblin: Bjargfæri

Jón Hallur Stefánsson íslenskaði

Útgefandi: Sæmundur

124 bls.

Bjargfæri fjallar um unga konu, Amöndu, sem liggur dauðvona á sjúkrabeði. Í banalegunni situr drengurinn David hjá henni og hjálpar henni að segja sögu sína. Drengurinn ýtir á Amöndu til að rifja upp atburði sem kollvörpuðu tilveru hennar og fjölskyldu hennar, en Amanda virðist lítið muna hvað olli því að hún bíður nú dauða síns.

Bókin er fyrsta skáldsaga hinnar spænsku Schweblin, sem hefur áður skrifað smásögur. Samkvæmt bókarkápu hefur Bjargfæri verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og fengið góðar viðtökur gagnrýnenda sem lesenda.

„Þetta skiptir ekki máli, við höfum nauman tíma,“ segir drengurinn ítrekað í sögunni sem er ekki löng, en eigi að síður athyglisverð og spennandi.

Orðið Bjargfæri er höfundi mjög hugleikið og skýrir hann orðið á eftirfarandi hátt: sú mislanga fjarlægð sem aðskilur foreldri og barn og hvort að foreldrið geti bjargað barninu innan þeirrar fjarlægðar ef svo skelfilega vill til að eitthvað hendi barnið. „Af hverju reyna mæður alltaf að sjá fyrir allt sem gæti gerst, vera alltaf innan þessa bjargfæris,“ spyr drengurinn. Góðar viðtökur bókarinnar eru verðskuldaðar enda vekur hún hjá manni nettan óhug, ógnin er undirliggjandi alla söguna og maður bíður eftir útskýringu í bókarlok.

Sagan veltir fram þeirri hugleiðingu hvort taugin milli foreldris og barns geti slitnað. Hvað gerum við og hvað getum við gert þegar ógnin leynist alls staðar og jafnvel oft svo nálægt okkur að við sjáum hana ekki fyrr en eftir á, jafnvel þegar það er orðið of seint.

Auðlesin, athyglisverð og spennandi frumraun, sem skilur eftir fleiri pælingar hjá manni en hún svarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“