fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr gaf út fyrstu plötuna sína & Co. í vikunni. Platan inniheldur 8 lög þar sem Daði syngur ýmist einn eða með góðum gestum.

Daði byrjaði á plötunni þegar hann var staddur í Kambódíu með Árnýju, konunni sinni. Þau voru í hálft ár í Kambódíu og unnu þar þættina Árný og Daði í Kambódíu fyrir RÚV. Þá voru þau mikið í því að setja myndbönd á samfélagsmiðla en platan fjallar einmitt svolítið um það.

„Öll okkar samskipti við Íslendinga voru í rauninni  í gegnum samskiptamiðla og það er svoldið mikið af svoleiðis pælingum í þessu. Hvernig það er að vera til í dag og lifa á netinu.“

Daði hélt síðan áfram með plötuna eftir ferðina til Kambódíu og tók einnig upp í Reykjavík. Lang stærsti hlutinn var þó tekinn upp í Þýskalandi þar sem Daði býr ásamt Árnýju og dóttur þeirra, Áróru.

Áróra er að verða tveggja mánaða en það hefur ekki vandræðalaust fyrir Daða og Árnýju að koma sér í gegnum alla pappírana sem fylgja fæðingunni.

„Við erum búin að vera í allan dag að redda stimpli á fæðingarvottorðið hjá Áróru til að senda það heim svo við getum tekið það aftur hingað til að fá síðan vegabréf fyrir hana.“

Daði gaf út ábreiðu af einu vinsælasta lagi heims, Old Town Road, daginn fyrir útgáfu plötunnar.

„Mér fannst það svo fyndið lag og ég var með það á heilanum og ætlaði að setja eitthvað á netið til að auglýsa plötuna og ég er ekkert svo lengi að henda í svona cover.“

Daði hefur áður gert ábreiður af þekktum lögum en þar má til dæmis nefna Gleðibankann eftir Icy og Paper eftir Svölu. Það virðist því ekki vera neitt mál fyrir Daða að skella upp ábreiðum af þekktum lögum.

„Það er búið að semja lagið fyrir mann og maður þarf bara að byggja utan um það. Þá er maður svo snöggur að þessu.“

Uppáhalds lagið hans Daða á nýju plötunni er Lag sem ég gerði en ástæðan fyrir því er einföld.

„Það er ferskast í mínum huga. Mér finnst yfirleitt skemmtilegasta lagið vera lagið sem ég er að vinna í. Skemmtilegasta lagið er ekki einu sinni á þessari plötu því það er lagið sem ég er að vinna í núna.“

Eitthvað að lokum?

„Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega en takið samt hlutunum sem eru alvarlegir alvarlega og verið hress.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar