fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Fókus
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert að spá hvaða þátt þú ættir að horfa næst á Netflix þá erum við með svörin fyrir þig, eða réttara sagt stjörnumerkið þitt.

Byggt á karaktereinkennum hvers stjörnumerkis þá ráðleggur Joshua MacGuire, eða „Joshua the Psychic“, með þessum Netflix þáttum.

Russian Doll.

Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar): Russian Doll

„Þátturinn notar sálfræðilegar rannsóknir á nákvæman og töfrandi hátt. Hann er fullkominn fyrir rökvísa vatnsbera sem eru nemendur í mannlegu eðli,“ segir Joshua við Pop Sugar. Vatnsberar eru miklir hugsuðir og hafa áhuga á samsetningu alheimsins og sambandi mannfólks, sem þessi þáttur skoðar.

Black Mirror.

Fiskur (19. febrúar-20. mars): Black Mirror

„Fiskar elska spennandi og satírískar sögur sem kanna sameiginlegan óróa um samfélagið, sérstaklega í ljósi tækninnar,“ segir Joshua. „Þau í fiskamerki munu elska að sökkva sér djúpt í tilfinningarnar sem eru kannaðar í Black Mirror og hvernig samfélagið gegnir hlutverki í daglegri hamingju, depurð og öllum öðrum tilfinningum þar á milli.“

The Umberella Academy.

Hrútur (21. mars-19. apríl): The Umbrella Academy

Hrútar hafa þurft að berjast frá því þeir fæddust og að nokkru leyti bjarga sér sjálfir, líkt og börnin í þessum þáttum. Börnin voru skyndilega fædd af mæðrum sem áttu ekki von á þeim árið 1989 og ættleidd af milljarðamæringi sem undirbýr þau til að bjarga heiminum. „Hrútar eru sterkir einstaklingar sem urðu sterkir því þeir höfðu ekki annað val, sérstaklega í æsku,“ segir Joshua. „The Umbrella Academy varpar ljósi á áföll í æsku og bata, sem er lífslangt ferðalag fyrir Hrúta.“

The Crown.

Naut (21. apríl-21. maí): The Crown

Naut gætu haft gaman af því að læra um Elísabetu Bretlandsdrottningu, sem er einnig naut. „Þátturinn skoðar sambönd í ‚vinnu‘ umhverfi, sem naut eru náttúrlega mjög fær í,“ segir Joshua. The Crown skoðar einnig hvernig venjur og hefðir geta verið hamlandi og kannski ekki mjög praktískar. Naut eru mjög trygg og trú öðrum og hefðum, þannig The Crown gæti varpað ljósi á hvernig svona tryggð getur verið óheppileg.

The Chilling Adventures of Sabrina

Tvíburar (21. maí-21. júní): The Chilling Adventures of Sabrina

The Chilling Adventures of Sabrina gerist í sama heimi og Riverdale, sem eru einnig þættir á Netflix. Þættirnir munu fanga athygli tvíbura um leið. „Tvíburar eru tvíþætt stjörnumerki, þeir eru stöðugt að taka ákvarðanir, réttar eða rangar,“ segir Joshua.

One Day at a Time

Krabbi (22. júní-22. júlí): One Day at a Time

„Krabbinn, sem skilur hversu mikilvæg umhyggja er, mun kunna vel við tilgang þáttarins: að þínir nánustu gera lífið gott jafnvel þegar það er það ekki,“ segir Joshua. „Þátturinn lýsir einnig hvernig er hægt að viðhalda fjölskyldusamböndum þegar það er ágreiningur.“ Krabbinn er hlynntur fjölskyldu og mun kunna að meta staðhæfingu þáttanna, að rifrildi eru í lagi en einnig að setja ágreining til hliðar fyrir hvort annað er það sem skiptir máli.

Sex Education

Ljónið (23. júlí- 22. ágúst): Sex Education

„Þátturinn er um unglinga sem sætta sig við aukna hormónastarfsemi og líkama sína mun vekja áhuga lostafulla ljóna, sem eru að mörgu leyti eins og kraftmikil ungmenni þegar þau sleppa sér,“ segir Joshua.

Tidying Up

Meyjan (23. ágúst-22. september): Tidying Up

Meyjan er skipulags- og hreingerningafrík stjörnumerkjanna. Hún á eftir að elska Tidying Up, þar sem sérfræðingurinn Marie Kondo hjálpar fólki að taka til og endurskipuleggja heimili sitt. „Meyjur eru skynsamar og hafa yfirleitt ekkert í kringum sig sem hefur engan nothæfan tilgang,“ segir Joshua. „Ráð Marie ættu ein og sér að vekja athygli meyjunnar.“

Dear White People

Vogin (23. september-22. október): Dear White People

Dear White People skoðar sambönd kynþátta í skálduðum háskóla í Bandaríkjunum. „Vogin mun elska hvernig þátturinn fjallar um samfélagslegt réttlæti,“ segir Joshua. Vogar eru góðar í að ná jafnvægi með öðrum. „Þátturinn gefur menningarlegu samtali um kynþætti rödd á hátt sem hefur ekki verið gert áður, sem sanngjörn vog mun elska.“

You.

Sporðdrekinn (23. október-21. nóvember): You

„Sporðdrekar munu að öllum líkindum finna til með Joe,“ segir Joshua. „Hann er kannski þráhyggjufullur og öfgafullur og jafnvel hættulegur, en það kemur frá ástríkum stað. Ást er meira ávanabindandi en kókaín, sporðdrekar vita það.“

Narcos.

Bogmaðurinn (22. nóvember-21. desember): Narcos

Bogmaðurinn er mjög heimspekilegur og hugsar stórt. „Narcos skoðar mýturnar sem eru sagðar af valdmiklu fólki og keyptar inn í samfélög,“ segir Joshua. „Bogmaðurinn mun líka vel við háskalegan hraða eiturlyfjahringsins sem fjallað er um í þessum dramaþáttum. Einblínt er á fíkniefnakónginn Pablo Escobar sem þénaði milljarða við framleiðslu og dreifingu kókaíns.“

Ozark.

Steingeitin (22. desember-19. janúar): Ozark

Steingeitin mun elska að fylgjast með Jason Batemen (sem er einnig steingeit) í þáttum sem hann leikstýrir, framleiðir og leikur í.

„Þátturinn kennir nokkrar mikilvægar lexíur um fjárhag og munu gera áhorfendur á varkárari viðskiptafólki. Steingeit er eitt metnaðarfyllsta stjörnumerkið (hugsanlega í öðru sæti á eftir sporðdrekanum) og Ozar skoðar fínu línuna á milli þess að vera metnaðarfullur og siðferðilega rangur, línu sem steingeitinni finnst kannski gaman að dansa í kringum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda