Sævar Helgi Bragason, stundum betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, mun heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni í dag kl. 13.30 og fræða okkur um himingeiminn.
Hvað sjást margar stjörnur á himninum? Gæti verið líf á öðrum hnöttum? Hvað eru svarthol? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður (kannski) svarað. Stjörnuhiminninn fyrir ofan okkur verður skoðaður, við finnum út af hverju tunglið er stundum fullt, stundum hálft og stundum nýtt og skoðum loftsteina frá tunglinu og Mars. Alheimurinn allur er undir svo þetta verður ekkert nema líf og fjör.
Þessi viðburður er haldinn í tilefni af bókasafnsdeginum sem er haldin hátíðlegur 7.september, þemað í ár er: Lestur er bestur – fyrir vísindin!