fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Hin hliðin á Friðriki Ómari – „Tussusnúður er alltaf gott svar ef þú veist ekki hvað þú átt að segja“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. september 2018 12:00

Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Ómar er einn af ástsælli söngvurum þjóðarinnar. Hann hefur keppt fyrir hönd okkar í Eurovision, heillað tugþúsundir með mögnuðum stórtónleikum á Fiskideginum á Dalvík og fært okkur tónlist fjölmargra listamanna í sýningum Rigg viðburða, en næst tekur hann fyrir lög George Michael í Eldborg þann 14. september. Friðrik Ómar hlóð batteríin í sólinni í Króatíu um leið og hann hlóð í svör og sýndi á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Friðrik Ómar eða vera annað en tónlistarmaður?
Var virkilega sáttur við nafnið þar til Friðrik Dór varð mesta poppstirni landsins. Er kallaður Friðrik Dór einu sinni í viku. Myndi segja að ég væri til í að heita Ragnar Sigurðsson.

Hverjum líkist þú mest?
Pabba og mömmu. Ágætis blanda.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég geti ekki spilað á trommur.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Finna gott samstarfsfólk. Engin spurning!

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Að gera skattskýrslu.

Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Hljóðfærahúsið/Tónabúðin.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Batnaði með aldrinum.

Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Auðvitað. Ho ho ho.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Honum væri slétt sama held ég.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
I Will Always Love You eftir Dolly Parton.

Mynd: Mummi Lú.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Guð – ekki nokkurt. Maður þroskast við að hlusta á alls konar.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Single Ladies með Beyonce.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Maðurinn sem elskar Siggu Beinteins.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Stellu í orlofi.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Jójó.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Prumpi. Fæ aldrei nóg.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já, en fer samt eftir því hvað það er.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Pottþétt eitthvert grenningarlyf.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Ég er ekki hommi sko, en þú ert frábær söngvari.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já, stundum.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Naga neglurnar.

Hverju laugstu síðast?
Er afspyrnu hreinskilinn svo ég man það barasta ekki.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Hreint og gott vatn.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Ekki elta þann sem er með nammipokann.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Hvað þær fara illa með karlmennina okkar … haha djók.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Enska boltann.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Bubba Morthens.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Elvis.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Að fá að eldast kemur fyrst upp. En „over all“ er það helst þakklæti fyrir fólkið mitt og vini.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Christina Aguilera.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Sé ekki eftir neinu. „Live and learn!“

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Tinni auðvitað.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Whitney Houston í Stokkhólmi þegar ég bjó þar 2011. Sat heima á jogging-gallanum og hugsaði: „ég fer bara seinna.“ Hún lést ári síðar.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
Hákarl og sykur. Oj. Datt ekkert annað í hug.

Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt?
Agalegt skvaldur hérna inni. Eigum við ekki að spjalla heima hjá mér bara?

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Hvað sagði gítarinn við gítarleikarana? Farðu varlega – ég er með strengi.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Áfengi.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Mjög lánsamur með það. Vann í fiski, útvarpi, bókabúð, bar …fílaði það.
Gaman að vinna.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að ég hefði alltaf rétt fyrir mér.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að skíta á mig á rúntinum með stjúppabba vinar míns þegar ég var 8 ára.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að vera ölvaðir?
Skíðastökki. Ókei, ég grenja úr hlátri sjálfur. Þetta er gott svar.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Bodyguard.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Nocco-orkudrykkurinn.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Rænt hljóðfæraverslun.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Tinna.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Tussusnúður. Það er alltaf gott svar ef þú veist ekkert hvað þú átt að segja.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Verða ástfangnir.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Þegiðu.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Hverfa!

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Af því það væri mjög hallærislegt, en samt gaman að sjá.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Ertu alveg búin að missa vitið? Dettur þér engin önnur spurning í hug? Af hverju er það bara ekki styttra þetta viðtal?

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Friðrik Dór myrtur í Lagarfljóti.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei. Geir er góður drengur. Smá kaffisopi og svo myndi ég vísa honum út.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að elska Siggu Beinteins og Stjórnina.

Hvað er framundan um helgina?
Ég ætla að syngja úr mér hjartað í Eldborg á George Michael-tónleikunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“