Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í nútímasamfélagi og einnig er hann hátíðardagur starfsfólks bókasafna.
Dagurinn er haldinn á hverju ári og er slagorð dagsins í ár, Lestur er bestur – fyrir vísindin. Sá hluti slagorðsins sem er á eftir „Lestur er bestur“ er ávallt tengdur þema dagins og í ár er dagurinn tileinkaður vísindum. Með þessu þema er vakin athygli á mikilvægi bókasafna í tengslum við vísindarannsóknir og störf, fræðimennsku og lærdóm.
Á þessum degi eru ýmsar uppákomur á bókasöfnum fyrir gesti og starfsfólk gerir sér glaðan dag.
Frekari upplýsingar um daginn má finna hér.