Spennuþungin stikla hefur nú verið frumsýnd úr kvikmyndinni Kursk. Um er að ræða nýjustu myndina úr smiðju hins virta danska leikstjóra Thomasar Vinterberg (leikstjóra Festen og Jagten) og segir frá rússneska kafbátnum Kursk sem sökk í kjölfar sprengingar árið 2000. Þá upphófst leit í kappi við tímann til að bjarga 107 manna áhöfninni.
Slysið er talið vera eitt það stærsta í sögu rússneska sjóhersins og fara þekktir leikarar á borð við Colin Firth, Léa Seydoux, Max von Sydow og Michael Nyqvist með hlutverk í myndinni. Sá síðastnefndi lést í fyrrasumar eftir langa baráttu við lungnakrabbamein. Kursk verður því ein af allra síðustu myndum hans.
Það sem vekur athygli í svonefnda kreditlista myndarinnar er að tveir íslendingar koma að klippiferli hennar, þau Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson.
Stiklu myndarinnar má sjá að neðan.