fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Nýjar hendur Guðmundar – Innan seilingar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin, Nýjar hendur, innan seilingar, um sögu Guðmundar Felix Grétarssonar, er nú í sýningum í Bíó Paradís.

Eftir að hafa misst báða handleggi í slysi, berst Guðmundur Felix fyrir því að vera fyrsti maðurinn í heiminum sem fær grædda á sig nýja handleggi. Baráttan tekur á og er tímafrek, endalaus bið en lífið heldur áfram. Hann finnur ástina, verður afi, flytur til Frakklands og bíður og bíður eftir nýjum höndum sem eru jú, innan seilingar.
Stórmerkileg saga Íslendings sem gengið hefur í gegnum ótrúlega atburði með húmor og lífsbaráttuna að vopni.

Myndin inniheldur atriði sem vakið geta óhug hjá börnum og viðkvæmu fólki.

Leikstjórar myndarinnar eru hinir margverðlaunuðu Markelsbræður, heimildamyndaleikstjórarnir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Myndin hefur tekið mörg ár í vinnslu þar sem bræðurnir hafa fylgt Guðmundi Felix eftir hvert fótmál í ígræðsluferlinu.

Heimildamyndin NÝJAR HENDUR er um 63 mínútna löng, framleidd af Ljósop ehf ásamt Markell Productions og Bellota Film í samvinnu við RÚV og France 5.

Heimasíða Bíó Paradís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“