Í dag kl. 17.30 heldur Vera Illugadóttir erindi um ferðir sínar um Miðausturlönd í Borgarbókasafninu Kringlunni.
Hvernig var umhorfs í Sýrlandi fyrir borgarstyrjöldina? Vera Illugadóttir ferðaðist um Miðausturlönd með ömmu sinni, Jóhönnu Kristjónsdóttur, á árunum áður en „arabíska vorið“ og eftirköst þess gleyptu mörg lönd þar í sig. Hún fjallar um ferðalög til Sýrlands og víðar.
Vera Illugadóttir er dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu og sér um vikulega þætti um söguleg efni, Í ljósi sögunnar, á Rás 1. Hún er með BA-gráðu í arabísku og Miðausturlandafræðum frá Stokkhólmsháskóla.