fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Stephen King mælir með Þrír dagar og eitt líf

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Antoine Courtin er tólf ára verður hann sex ára dreng að bana í skógi nálægt heimabæ þeirra. Fullur skelfingar felur hann lík litla drengsins í gjá í skóginum. Leitarflokkar eru kallaðir til en leitin ber engan árangur og smám saman fjarar málið út.


Meira en áratug síðar er Antoine að ljúka læknisnámi, býr í París með kærustunni og framtíðin virðist björt. Hann hefur ætíð forðast að snúa á æskuslóðarinnar en þarf þess nú af fjölskylduástæðum. Yfir hann hellist gamalkunn sektarkennd, hrollkaldur ótti við að upp um hann komist og hamingjuríkt líf hans breytist í martröð.

Frábær spennusagnahöfundur – Stephen King

Pierre Lemaitre er einn vinsælasti spennusagnahöfundur Frakka og bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hann er margverðlaunaður, hlaut meðal annars hin virtu Goncourt-bókmenntaverðlaun 2013 og hefur í þrígang hlotið glæpasagnaverðlaunin Alþjóðlega rýtinginn.

Friðrik Rafnsson þýddi.

JPV gefur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir