Á sunnudag verður sannkölluð markaðsstemning í Árbænum frá kl. 12 – 16 í Menningarhúsi Borgarbókasafnins.
Á fjölda söluborða bjóða íbúar í Árbænum og nágrenni upp á alls kyns varning og góðgæti, svo sem haustuppskeruna af grænmeti og berjum, sultutau, bakkelsi, prjónavörur, skartgripi, snyrtivörur, bækur, föt og margt fleira. Eitt er víst að það verður hægt að gera reifarakaup!
Hin sívinsæli Blaðrari mætir á svæðið og býr til furðudýr og fígúrur úr blöðrum.
Ástir og örlög verða líka rædd hjá spákonunni Lissý sem hún býður hraðspá fyrir gesti.
Indælis rjómavöfflur verða til sölu gegn vægu gjaldi og stemningin verður eins og hún gerist best.
Allir eru hjartanlega velkomnir.