fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Ari og Sinfó endurtaka leikinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 14:30

Ari Eldjárn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ara Eldjárns á síðasta starfsári nutu geysilegra vinsælda. Uppselt var á þrenna tónleika í Eldborg og eftirspurn eftir miðum var slík að ákveðið var að endurtaka tónleikana núna í september.

Ari er ósvikinn gleðigjafi og hér fer hann með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum, til dæmis úr vinsælum kvikmyndum síðustu áratuga.

Hér hljóma meðal annars Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (sem margir þekkja úr myndinni The King’s Speech), Dofrakonungs- kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (sem var notað með eftirminnilegum hætti í myndinni The Social Network) og Valkyrjureið Wagners sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt. Einnig hljóma þekkt stef úr kvikmyndunum Star Wars og Superman úr smiðju John Williams. Á þessum uppistandstónleikum fléttast saman óborganleg kímnigáfa og meistaraverk tónlistarinnar svo að úr verður sannkölluð eðalskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tónleikarnir verða 27., 28. og 29. september í Eldborgarsal Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“