Einleikurinn Allt sem er frábært var frumsýndur á litla sviði Borgarleikhússins síðastliðinn föstudag. Valur Freyr Einarsson leikur þar ungan mann sem byrjar að skrifa lista yfir alla þá hluti sem gera lífið frábært. Með aðstoð áhorfenda og listans rekur Valur Freyr sögu mannsins, og færir okkur skemmtilega, hrífandi og tregablandna frásögn, sem flestir ættu að tengja við, að minnsta kosti að hluta.
Í kynningarmyndbandi Borgarleikhússins eru einstaklingar á förnum vegi spurðir að því hvaða hlutir færu á þeirra lista.
Nánari upplýsingar um Allt sem er frábært má finna hér.