fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini – Náttúruást og gildi útiveru fyrir börn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld kl. 20 ætla Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Sabína Steinunn Halldórsdóttir að fjalla um grunngildi fyrir börn, m.a um náttúruást, gildi útiveru á skynþroska barna og lífsgæði til frambúðar. Einnig munu þau ræða áhrif tækninnar og hugtakið náttúruónæmi bera á góma.

Viðburðurinn fer fram í Menningarhúsinu í Gerðubergi 3-5.

Hvaða máli skiptir náttúran í hversdagslífi barna? Efli útivera seiglu barna? Getur verið að tæknivæðingin komi í veg fyrir hreyfingu og reynslu af náttúrunni?

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor – gildin í lífinu. Sabína Steinunn Halldórsdóttir er íþrótta- og heilsufræðingur sem einnig er menntuð sem sjónráðgjafi. Hún hefur skrifað bækurnar Færni til framtíðar og Leikgleði – 50 leikir.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez „brjáluð“ yfir myndunum af Ben Affleck með fyrrverandi

Jennifer Lopez „brjáluð“ yfir myndunum af Ben Affleck með fyrrverandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn