Söguþráður Lof mér að falla er að hluta byggður á dagbókarskrifum Kristínar Gerðu
Lof mér að falla hélt áfram að heilla íslenska kvikmyndahúsagesti á annarri sýningarhelgi sinni og situr sem fastast á toppi aðsóknarmestu mynda landsins aðra vikuna í röð.
Nú hafa rúmlega 23,500 gestir séð þessa mögnuðu mynd sem er að slá í gegn hjá gestum og gagnrýnendum. Eftir aðeins tvær helgar í sýningu er Lof mér að falla áttunda mest sótta mynd ársins og þriðja mest sótta íslenska mynd frá upphafi, miðað við sama tíma eða aðra sýningarhelgi, með tæpar 38 milljónir í miðasölutekjur.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort metin falli á næstu vikum en það er ljóst að Lof mér að falla er myndin sem allir eru að tala um og allir þurfa að sjá.