Hvernig er hægt að finna gleði og frið þegar þjáningin í heiminum er svona mikil? Vinirnir Dalai Lama og Desmond Tutu, vitrir og lífsreyndir öldungar, friðarverðlaunahafar Nóbels og andlegir leiðtogar milljóna manna um heim allan, hittust til að leita svara við þessari áleitnu spurningu – og miða af reynslu sinni og boðskap. Þeir hafa báðir þurft að takast á við margvíslega örðugleika, kúgun, útlegð og ofsóknir. Þrátt fyrir það – eða kannski einmitt vegna þess – eru þeir uppfullir af gleði, samhygð og glettni.
Bókin um gleðina er skrásett af Douglas Abrams, vini þeirra beggja og nánum samstarfsmanni Tutus erkibiskups, sem fylgdist með og tók þátt í öllum samskiptum vinanna þá ógleymanlegu daga sem þeir hittust í Dharamsala á Indlandi.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
JPV gefur út.