fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðleikhúsið frumsýnir fjölskyldusöngleikinn Ronju ræningjadóttur á morgun, laugardaginn 15. september. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir en hlutverk Ronju er í höndum Sölku Sólar. Ronja er fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á leikárinu.

Ronja ræningjadóttir er ein dáðasta saga Astridar Lindgren, í senn ævintýraleg, spennandi, fyndin og hjartnæm. Verkið fjallar meðal annars um hugrekki, sjálfstæði, mikilvægi vináttunnar og samskipti foreldra og barna.

Ronja býr ásamt foreldrum sínum, Matthíasi ræningjaforingja og Lovísu, og ræningjaflokki þeirra í Matthíasarborg, kastala sem elding klauf í tvennt nóttina sem Ronja fæddist. Í Matthíasarskógi, sem er fullur af grádvergum, rassálfum og skógarnornum, þekkir Ronja hvern krók og kima, en hún er eina barnið í skóginum. Dag einn birtist óvænt jafnaldri hennar, Birkir, og þau Ronja verða vinir. En Birkir er sonur Borka ræningjaforingja, og þeir Matthías og Borki eru svarnir óvinir, og hvernig reiðir þá vináttunni af?

Danski tónlistarmaðurinn Sebastian, sem samdi tónlistina í söngleiknum, verður sérstakur heiðursgestur á frumsýningunni.

Það er stór hópur leikara, dansara, barna og tónlistarfólks sem tekur þátt í þessari fjörugu, fallegu og æsispennandi sýningu. Salka Sól Eyfeld fer með hlutverk Ronju og Sigurður Þór Óskarsson leikur vin hennar, Birki. Meðal annarra leikara eru Örn Árnason (Matthías), Vigdís Hrefna Pálsdóttir (Lovísa), Baldur Trausti Hreinsson (Borki) og Edda Björgvinsdóttir (Skalla-Pésa).

Myndirnar tók Olga Helgadóttir.

Nánari upplýsingar um sýninguna fá finna hér og rafræna leikskrá hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af