fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hljómsveitin Hedband gefur út sitt fyrsta lag – „Hugmynd sem var of góð til að vera bara hugmynd“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 11:00

Borgar Þórisson, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir Mynd: Saga Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hedband gaf í dag út sitt fyrsta lag, en sveitina skipa Karitas Harpa Davíðsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir.
„Við fengum Thorisson (Borgar Þórisson) til leiks með okkur í þessu lagi og meira á leiðinni. Hann á lagið, mix og master en við stúlkurnar eigum textann og laglínuna svo unnum við þetta þrjú saman,“ segir Karitas Harpa.
 
„Hugmyndin að Hedband kom upp fyrir um það bil hálfu ári og kannski svolítið meira sem spaug heldur en alvara en við vorum komnar með concept, búningahugmyndir og allt en okkur vantaði rétta aðilann til að framkalla sound-ið sem við vorum að leita að þetta 80’s infuse-að syntha dans popp með þungum bassa (svolítill Robyn fílingur) svo fannst okkur hugmyndin bara of góð til að leyfa henni bara að vera hugmynd.
Karitas Harpa Davíðsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir. Mynd: Saga Sigurðardóttir
Einn morguninn vakna ég við skilaboð frá Borgari, þá var hann að prófa nýtt sound og sendi mér nokkur lög til að hlusta á ef ég hefði áhuga. Ég var svona hálfsofandi, kveikti á því sem hann hafði sent, reisti mig við, hló smá taugaveikislega og hringdi beint í Ingu til að segja henni að sound-ið væri komið og við værum komin í samband við mann sem ég héldi að væri akkurat með það sem við vorum að leita að.
Svo fórum við á dögunum í myndatöku til Sögu Sig svo þetta er allt að komast í ferli, Inga er fatahönnuður svo hún sér um að framkalla lúkkið, ég er allavega rosa spennt fyrir þessu og vona að allir geti dillað sér við þetta því ég veit að ég sit ekki kyrr þegar ég hlusta.“
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024