Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín.
Í gær kom út lagið Eldur og ís í útsetningu Snorra Snorrasonar, en Tamar á bæði lag og texta.
Eftir að hafa legið með þetta lag ofan í skúffu síðan í vetur þá hoppaði það upp og vill sýna sig núna. Það hafa sennilega nokkrir séð video á facebookinu mínu þar sem ég spila þetta á gítarinn en Snorri Snorra tók það upp á sína arma og gerði það fullorðið. Takk vinur. Vonandi njótið þið.
Lag og texti: Mikael Tamar Elíasson.
Upptökur og útsetning: Snorri Snorrason.
Gítar: Jón Elvar Hafsteinsson.
Mynd: Jón Steinar Sæmundsson.