Rússneskir kvikmyndadagar eru haldnir í sjötta sinn í Bíó Paradís dagana 13. – 16. september.
Þessi sjötta útgáfa af Rússnesku kvikmyndadögunum er haldin af sendiráði rússneska sambandsríkisins á Íslandi í samstarfi við Production Centre NORFEST, Bíó Paradís og Northern Traveling Film Festival, með fjárstuðningi frá Menningarmálaráðuneyti Rússlands. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands 2018.
Kvikmyndadagskráin samanstendur af úrvali úr rússneskri kvikmyndagerð, 4 fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Myndirnar verða sýndar á frummálinu, rússnesku, og með enskum texta. Frítt inn og allir velkomnir. Opnunarmynd Rússnesku kvikmyndadaganna er The Spacewalker (ВРЕМЯ ПЕРВЫХ) ásamt sovésku heimildamyndinni Síldveiði við Íslandsstrendur (ЛОВ СЕЛЬДИ У БЕРЕГОВ ИСЛАДИИ).
Frekari upplýsingar um myndirnar og dagskrána er að finna á vefsíðu Bíó Paradísar og á Facebooksíðu bíósins.