fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Tamar semur mögnuð ljóð – „Á fjórtánda ári með nálar í æðum dældi hún í sig vímunar glæðum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um söguna hennar Miröndu.

Mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Þetta er raunveruleg saga um sænska stelpu og hennar fjölskyldu. Sebastian Stakset sagði okkur söguna hennar á samkomu á laugardaginn. Það komu tár og rúmlega það þegar ég hlustaði á hann lýsa raunum hennar í tvo klukkutíma. Ég er ekki alveg viss hvort nafnið hennar sé rétt en það sem samt svo fast í mér að ég er nokkuð viss.

Saga Miröndu og fleiri einstaklinga sem hafa verið og eru enn í hennar sporum er skelfileg, en eins og Tamar segir. „Það er alltaf von, meira segja í aðstæðum sem virðast vera vonlausar.“

Ég hef aldrei á ævinni samið svona langt ljóð, en sagan hennar Miröndu er og var svo miklu stærri en hægt var að koma fyrir í 5-7 erindum.

Miranda

Sem kornabarn átti hún framtíð og líf
móður og föður skjöldinn og hlíf
en lífið reif niður æskunarblóm
þá hækkaði myrkrið sinn kolsvarta róm

Faðirinn festist á dælunar stað
og framtíðardraumar voru lamdir í spað
með fjögur ár lifuð hún óskaði þess
að pabbi hennar hefði kysst hana bless

Já úr hennar lífi pabbi hennar hvarf
frá konu og börnum gaf óttan í arf
martröðin rétt var að byrja að tifa
því margar hún átti eftir að lifa

Sex ára gömul kom höggið svo aftur
glefsaði í hana myrkrana kjaftur
myrkrið það sveiflaði syndugum sprota
þegar móðirin dæluna byrjaði að nota

Miranda grét af stöðugum ótta
í huganum vildi hún leggja á flótta
en hún var svo lítil hvert gæti hún farið
hugurinn brotinn og hjartað var marið

Á afskekktan stað mæðgurnar fluttu
þar sem hræðsla og sorg úr grasinu spruttu
því vímaður maður var með þeim í förum
sem fjölga átti eftir hinum andlegu örum

Með blóðugum hnefum hann mömmuna barði
og andlitið hennar sprengdi og marði
öskrandi af hræðslu stelpurnar stóðu
eru höggin í andlit mömmunar óðu

Hún flúði með dæturnar burtu í flýti
og losnaði úr þessu helvítis víti
en fíknin var föst í lasburða heila
dælan var hennar forboðna veila

Kvöld eitt kom mamman í herbergið vímuð
með hjartað sitt kalið í andliti hrímuð
Miranda vildi leyfa henni að finna
sársaukann milli hugsanna sinna

Hún fór út í myrkrið og dæluna keypti
hatur og örvænting stúlkuna gleypti
á fjórtánda ári með nálar í æðum
dældi hún í sig vímunar glæðum

Árin þau liðu í fjötrum og hlekkjum
á götunni svaf og á ísköldum bekkjum
sundurtætt fjölskyldan hætti að vona
að líf þeirra yrði annað en svona

Miranda dópaði hugann í klessu
látlaust hún grét hver stjórnaði þessu
eitt sinn var máttur sem færði okkur son
sem lánlausum sálum færði svo von

Í hjartanu trúin byrjaði að vakna
og Miranda lífsins byrjaði að sakna
í bæninni fannst hinn kröftugi styrkur
sem sigrað gat vonleysi, ótta og myrkur

Sínu lífi Miranda þráði að snúa
með guði hún vaknaði og byrjaði að trúa
kraftaverk gerast því hann kann til verka
hann styrkir þá veiku og gerir þá sterka

Í dag er Miranda laus úr þeim hlekkjum
Sem við mörg af köldum sannleika þekkjum
almættið púslaði milljónum brota
því hennar móðir og systir hættu að nota

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“