fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Samningur borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur framlengdur til þriggja ára

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 14:00

Frá undirritun samningsins: Dagur B. Eggertsson, Kristín Eysteinsdóttir og og Eggert Benedikt Guðmundsson. Mynd: Sigurjón Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hafa undirritað samning um framlengingu til þriggja ára um rekstur Borgarleikhússins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins.

,,Öflugt menningarlíf eykur lífsgæði borgarbúa og með samningnum er borgarbúum gert kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista. Starfið í Borgarleikhúsinu einkennist af miklum metnaði og eru gestir um 200 þúsund á ári hverju,” segir Dagur B. Eggertsson. ,,Í samningnum er sérstaklega kveðið á um að áhersla skuli lögð á listuppeldi barna og ungmenna og er ánægjulegt að sjá hve leikhúsið hefur sinnt því hlutverki vel í gegnum árin enda er barnamenning mikilvægur hluti af öllu menningarstarfi,” bætir Dagur við en í samningnum er tekið fram að listauppeldi barna og ungmenna sé sinnt sérstaklega.

 Markmiðið samningsins er að í Reykjavík sé rekið fjölbreytt og metnaðarfullt leikhús þar sem er sköpuð og sýnd leiklist í hæsta gæðaflokki. Einnig er tekið fram að Borgarleikhúsið verði lifandi vettvangur nýsköpunar og kynningar á íslenskri leiklist þar sem erlendri klassík og samtímaleiklist eru einnig gerð góð skil og að tryggja samfellu og framþróun í öflugu leiklistarstarfi. Þannig á starfið í Borgarleikhúsinu að höfða til borgarbúa og gera þeim kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista.

Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri, segir að samningurinn tryggi rekstrargrundvöll leikhússins og geri starfsfólki kleift að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í leikhúsinu síðustu ár. ,,Við erum afar þakklát fyrir meðbyr síðustu ára og horfum björtum augum fram á veginn. Við hlökkum til að örva hug og hjörtu áhorfenda á komandi leikári og þökkum Reykjavíkurborg fyrir gott samstarf og mikilvægan stuðning,” segir Kristín.

Mynd: Sigurjón Sigurjónsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna