Ný bók Guðrúnar Nordal, Skiptidagar, er komin út. Bókin er persónulegt ferðalag Guðrúnar um sögu Íslands og bókmenntir allt frá landmámi til okkar daga. Það er spurt hvaða lærdóm við getum dregið frá frásögnum aldanna um okkur sjálf og hvernig við getum miðlað þeim á nýrri öld. Höfundur leggur áherslu á sögur kvenna á öllum tímum – og sækir alltaf samanburð til nútímans til að sýna að sagan er ein og allt tengist.
Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið að rannsóknum á íslenskum miðaldabókmenntum í þrjátíu ár, og um árabil vann hún að mótun vísindastefnu hérlendis og á norrænum vettvangi. Í bókinni fléttast þessi hugðarefni hennar saman.
Mál og menning gefur út.
Útgáfuhóf bókarinnar er á morgun kl. 17 í Iðnó og eru allir velkomnir, sjá viðburð á Facebook hér.